Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 07:29 Jakob Ingebrigtsen í dómsal í Sandnes í gær. epa/Lise Aserud Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira