George Foreman er látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 07:45 Einn sá allra höggþyngsti, George Foreman. Getty Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty Andlát Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty
Andlát Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira