Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar 19. mars 2025 12:30 Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun