Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar 19. mars 2025 12:30 Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun