Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar 15. mars 2025 20:30 Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun