Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 23. október 2025 12:01 Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á mótorhjól og fella niður undanþágur vörugjalda sem hefur hingað til skipt sköpum fyrir keppnishjól. Þetta er kynnt sem loftslagsaðgerð og tekjuöflun – en í raun er verið að refsa áhugafólki og fyrirtækjum fyrir að vera ekki í „grænum” farartækjum. Það er verið að gera fólki erfiðara fyrir að eignast og aka 100-250kg mótorhjólum, til að koma fleiri margra tonna rafbílum á göturnar með niðurgreiðslum. Mótorhjól eru nú þegar dýr. Innflutningur, skráning, tryggingar og viðhald gera þau að fjárfestingu sem ekki er á allra færi. Fæstir nota mótorhjól til daglegra samgangna, heldur sem áhugamál, íþrótt og í mörgum tilvikum atvinnugrein. Hækkun vörugjalda ofan á núverandi kostnað eru mikil afturför. Noregur, landið sem Ísland ber sig helst saman við, hefur afnumið tolla á mótorhjól. Norðmenn hafa áttað sig á því að létt og eyðslugrönn tæki eins og mótorhjól eru ekki rót alls ills. Ísland stefnir hins vegar í gagnstæða átt, með hækkanir og skerðingar sem drepa niður motocross, enduro og almenna ferðamennsku á mótorhjólum. Mótorhjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hérlendis. Ferðaþjónustan styður við fjölbreytt atvinnulíf og krefst ekki stórra innviða, heldur skynsemi í skattlagningu. Skynsemi virðist vanta þegar kílómetragjald á að bætast við, gjald sem kemur verst niður á hjólum sem fara helst um gamla slóða og vegi sem er ekki sinnt eða jafnvel lokaðir stóran hluta ársins. Að rukka sérstaklega fyrir að hjóla þar sem engum vegi er viðhaldið er ósanngjarnt. Það virðist því miður aldrei skipta máli hvað skattgreiðandinn fær fyrir skattana sína. Að auki að þá virðist það ekki skipta máli að engin mótorhjól eru með löggildan kílómetramæli, það gengi ekki við raf- eða vatnssölu, svo dæmi sé tekið. Tímasetningin er vonlaus. Þessar mögulegu breytingar eru kynntar í október, þegar innflytjendur og kaupendur eru fyrir löngu búnir að panta hjól, gera áætlanir og skuldbinda sig fyrir næsta tímabil. Hækkunin kemur of seint til að forðast tjón, en það virðist ekki skipta ríkisstjórninni neinu máli. Þar á bæ fá allir útborgað, sama hvað. Áhugamál eru nauðsýnilegur hluti af samfélaginu. Í allri umræðunni undanfarin ár um versnandi heilsufar og versnandi geðheilsu þjóðarinnar er nauðsynlegt að fólk geti sinnt sínum íþróttum og áhugamálum, hækkandi kostnaður er ekki til að hjálpa. Stjórnvöld ættu frekar að styðja við útivist, ferðalög, smárekstur og sjálfbært atvinnulíf, en ekki leggja stein í götu þeirra sem stunda sportið og þeirra sem leggja allt sitt í að halda slíkri starfsemi gangandi. Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun