Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar 23. október 2025 13:32 Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun