„Engin draumastaða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 09:32 Gunnar Magnússon tekur við Haukum í sumar. Hann mun að líkindum mæta þeim í úrslitakeppninni með Aftureldingu í vor. Vísir/Lýður Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður. Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn