Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:07 Áhrifavaldurinn bandaríski Sam Jones birti og eyddi svo myndbandi af sér taka vambaunga af móður sinni á óþekktum vegi í Ástralíu. Heimamenn eru reiðir vegna atviksins. Skjáskot og AP/Susan Montoya Bryan Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt. Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt.
Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira