Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:51 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast. Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira