Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:51 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast. Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent