Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 06:52 Selenskí fékk allt aðrar viðtökur í Brussel í gær en hann fékk í Washington. AP/Omar Havana Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars að harkaleg viðbrögð Rússa við því að vera kallaðir „tilvistarleg ógn“ við Evrópu væri aðeins til marks um að þeir hefðu verið afhjúpaðir. Macron, sem hafði áður sagt að Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir. Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn. „Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Athygli vekur að einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað að leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars að það væri forsenda viðræðna að Rússar væru raunverulega reiðubúnir til að binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á að þeir væru enn að auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann. Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður að veruleika en um er að ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til að auka útgjöld sín. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars að harkaleg viðbrögð Rússa við því að vera kallaðir „tilvistarleg ógn“ við Evrópu væri aðeins til marks um að þeir hefðu verið afhjúpaðir. Macron, sem hafði áður sagt að Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir. Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn. „Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Athygli vekur að einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað að leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars að það væri forsenda viðræðna að Rússar væru raunverulega reiðubúnir til að binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á að þeir væru enn að auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann. Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður að veruleika en um er að ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til að auka útgjöld sín.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira