Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 06:52 Selenskí fékk allt aðrar viðtökur í Brussel í gær en hann fékk í Washington. AP/Omar Havana Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars að harkaleg viðbrögð Rússa við því að vera kallaðir „tilvistarleg ógn“ við Evrópu væri aðeins til marks um að þeir hefðu verið afhjúpaðir. Macron, sem hafði áður sagt að Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir. Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn. „Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Athygli vekur að einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað að leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars að það væri forsenda viðræðna að Rússar væru raunverulega reiðubúnir til að binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á að þeir væru enn að auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann. Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður að veruleika en um er að ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til að auka útgjöld sín. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna áttu neyðarfund í Brussel í gær, þar sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði meðal annars að harkaleg viðbrögð Rússa við því að vera kallaðir „tilvistarleg ógn“ við Evrópu væri aðeins til marks um að þeir hefðu verið afhjúpaðir. Macron, sem hafði áður sagt að Rússar virtu ekki landamæri, sagði Rússa sannleikanum sárastir. Leiðtogarnir samþykktu einnig yfirlýsingu til stuðnings Úkraínu og gegn afstöðu Bandaríkjamanna í svokölluðum friðarviðræðum, þar sem þeir hafa gert mikið úr friðarvilja Rússa en sett Úkraínu sjálfa og Evrópuríkin á bekkinn. „Það geta ekki átt sér stað neinar viðræður um Úkraínu án Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Athygli vekur að einn leiðtogi, Viktor Orban forseti Ungverjalands, ákvað að leggja ekki stuðning sinn við yfirlýsinguna. Orban er og hefur verð mjög hallur undir Valdimir Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sótti fundinn í gær og sagði meðal annars að það væri forsenda viðræðna að Rússar væru raunverulega reiðubúnir til að binda enda á stríðsrekstur sinn. Hann benti á að þeir væru enn að auka útgjöld til hermála og bæta í heraflann. Það verður undir Evrópuríkjunum sjálfum komið hvort umrædd 800 milljarða evra aukning til varnarmála verður að veruleika en um er að ræða blöndu af lánaleið og aukinn sveigjanleika til handa ríkjunum til að auka útgjöld sín.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent