Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar 3. mars 2025 22:33 Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Miðflokkurinn Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti. Bandaríkin virðast ekki tilbúin að fallast á kröfurnar í þeirri mynd sem Úkraínuforseti fer fram á. Skiljanlega ríkir gífurleg spenna í kringum viðræður af þessum toga enda er mikið í húfi fyrir alla hlutaðeigandi. Upp úr sýður í samskiptum Úkraínuforseta við Bandaríkjamenn og af óskiljanlegum ástæðum fallast allir á að sá fundur fari fram fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu. Sjónarspilið vekur athygli um allan heim. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem harka hleypur í samskipti ríkjanna vegna ágreinings um áframhaldandi hernaðarstuðning, né er þetta fyrsta dæmið um að Bandaríkjaforseti geri sér far um að sýna þjóð sinni að hann láti ekki Úkraínumenn segja sér hvað sem er. Í frétt NBC frá árinu 2022 er því sérstaklega lekið úr Hvíta húsinu að Biden hafi misst stjórn á skapi sínu í símtali við Zelensky vegna þess að hann taldi Úkraínuforsetann ekki auðsýna þjóð hans nægilegt þakklæti fyrir stuðninginn. Á þessari viðkvæmu stundu færi best á því að Íslendingar lýstu skýrum stuðningi við frið í Úkraínu til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar og koma í veg fyrir frekari stigmögnun stríðsátaka í Evrópu. Í staðinn fyrir að senda þau skilaboð ákveður nýr utanríkisráðherra Íslendinga að fara í viðtöl við fjölmiðla og vísa þar fjálglega í utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Kaju Kallas, sem segir „ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga.“ Hvað þýðir það fyrir Íslendinga að utanríkisráðherra okkar gefi því undir fótinn að Bandaríkjaforseti teljist ekki lengur leiðtogi hins frjálsa heims? Nafnbótin er vitaskuld í grunninn merkingarsnauð klisja – en orð Þorgerðar snúast ekki um það. Orð Þorgerðar snúast um að senda skilaboð frá Íslandi til Bandaríkjanna – og til Evrópu – um að ný stjórnvöld vestanhafs hugnist Íslendingum ekki. Þorgerður Katrín hefur fullan rétt á þeirri skoðunar en vafi leikur á um að þessar yfirlýsingar þjóni hagsmunum þjóðarinnar. Þegar Sigríður Andersen þingmaður Miðflokksins reyndi að óska eftir því hvað Þorgerður átti við með þessu í þingsal í dag – og að hvaða leyti framferðið þjónar okkar hagsmunum – kom ekki annað frá utanríkisráðherranum en grátlegar dylgjur um að flokkur okkar stæði ekki með Úkraínumönnum í þeirra baráttu. Það eru helber ósannindi. En hvað vakir þá fyrir ráðherranum, sem getur ekki gert grein fyrir máli sínu? Kann að vera að utanríkisráðherra okkar sé það mögulega alls ekki á móti skapi að veikja samband Íslands og Bandaríkjanna? Hvaða önnur þróun rennir við fyrstu sýn betri stoðum undir þann höfuðtilgang stjórnmálaflokks hennar að framselja fullveldi Íslendinga til hnignandi ríkjasambands í Evrópu? Ef ykkur þykir þessi dapurlega ályktun langsótt, lesið þá grein Dags B. Eggertssonar alþingismanns frá því í dag, sem er vel að merkja orðinn forseti Íslandsdeildar þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins. Þar dregur Dagur beina línu á milli eins fundar Bandaríkjaforseta með Zelensky og til þeirrar bráðu nauðsynjar, að Íslendingar flýti atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið og gangi inn í sambandið hið fyrsta. Nú verður allt reynt. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun