Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Lovísa Arnardóttir skrifar 1. mars 2025 08:02 Amma gerandans, Dagný, segist ekki bjóða fram afsakanir. Hún leggi fram söguna svo hægt sé að læra af henni. Vísir/Einar og aðsend Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum. „Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans,“ segir Dagný í aðsendri grein á Vísi í dag. Vill ekki setja fram afsakanir Hún segir að með skrifum sínum vilji hún ekki draga úr ábyrgð dóttursonar síns eða setja fram afsakanir. Markmið hennar sé að stuðla að breytingum sem geti bjargað mannslífum. „Ég vil heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést sem saklaust fórnarlamb, hörmulegra aðstæðna. Um var að ræða stjórnlausa hegðun fjölskyldumeðlims míns, í mjög alvarlegum vanda. Vanda sem hefði verið hægt að taka mun betur á,“ segir Dagný sem í grein sinni leggur fram sitt álit og tillögur. Fyrirtaka fór fram í héraðsdómi fyrr í vikunni í máli piltsins sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Þinghald í málinu er lokað. Dagný er ekki bara amma drengsins heldur starfar hún sjálf sem hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu og hefur þannig innsýn í vandann frá mörgum sjónarhornum. „Mig dreymir um nauðsynlegar úrbætur til byggja upp betra velferðarkerfi sem mætir betur og markvissar þörfum barna sem m.a. eiga foreldra með fíkni- og geðrænan vanda. Hér nýti ég annars vegar mína menntun og faglegu reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður í geðþjónustu og hins vegar hina ólýsanlega hörðu reynslu sem aðstandandi geranda í djúpum vanda,“ segir Dagný. Sjá einnig: Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Hún segir mikilvægt að allt samfélagið „nýti þessa hörmungarsögu“ og læri af henni. Til þess að greina vanda og veikleika í velferðarkerfinu segir hún í grófum dráttum sögu dóttur sinnar og dóttursonar hennar. Alvarlega vangeta móður Sér til stuðnings vísar Dagný í eina stærstu lýðheilsurannsókn sem framkvæmd hefur verið, ACE-rannsóknina. ACE stendur fyrir Adverse Childhood Experiences og fjallar um áföll eða erfiða reynslu á fyrstu 18 árum lífsins, á barnsaldri. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að algengustu áföll sem fólk verður fyrir í bernsku eru áföll sem barn verður fyrir í nánum tengslum og innan veggja heimilisins. Dagný bendir á í grein sinni að rannsóknin hafi leitt í ljós tólf ólíkar tegundir áfalla. Áföll sem geti haft langvarandi og alvarleg áhrif á börn til að þroskast á heilbrigðan og farsælan hátt. Áföllin séu allt frá misnotkun, vanrækslu til geðrænna áskorana forsjáraðila og þau geti breytt heilaþroska, stjórnun tilfinninga og líkamlegar heilsu. Þá sýni niðurstöðurnar að því fleiri áföll sem barnið upplifir því meiri hætta sé á sálrænum erfiðleikum, ofbeldi eða árásargjarnri hegðun. Þá bendir hún á að allar rannsóknir undirstriki mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og stuðnings fyrir börn sem hafa orðið fyrir neikvæðri reynslu til að draga úr líkum á ofbeldishegðun síðar á ævinni. Að því loknu víkur Dagný að sögu gerandans, dóttursonar síns. Sjá einnig: Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Hún segir stóru myndina þá að um hafi verið að ræða alvarlega vangetu forsjáraðila, móður hans, sem hafi fengið að viðgangast allt of lengi með allt of vægum inngripum af hálfu barnaverndar. Þá hafi faðir hans ekki sinnt honum í mörg ár og hann orðið vitni að andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gegn móður sinni. Þessi áföll hafi safnast saman og drengurinn þannig safnað að sér ACE-áföllum. …þar sem móðir hans var þrenn jól í fangelsi, í meira og minna í stöðugri fíkniefnaneyslu, stundaði fíkniefnasölu og var í nánum samböndum við aðra fíkla og alvarlega ofbeldismenn. Fyrir fermingaraldur hafi drengurinn, gerandinn, þannig verið búinn að upplifa minnst átta áföll sem falli undir ACE-skilgreininguna og á þeim tíma hafi samt sem áður aldrei verið framkvæmt forsjárhæfnimat eða geðrænt mat á móður til að sjá hvernig og hvort færni hafi verið til staðar til að sinna þörfum drengsins. Margdæmdur ofbeldismaður á heimilinu „Hvernig mátti það vera að margdæmdur ofbeldismaður, góðkunningi lögreglunnar, byggi á heimilinu með vitneskju barnaverndar, án þess að barnið væri verndað? Hefðu starfsmenn barnaverndar treyst eigin börnum til að búa með þannig manni?“ spyr Dagný í greininni. Alvarlegasta atvikið hafi þó átt sér stað haustið 2021 þegar drengnum var leyft að flytja aftur til móður sinnar eftir að hafa verið í fóstri hjá öðrum ættingjum í tvö ár. „Hann fór aftur inn á heimili móður, án þess að tryggt hafi verið að hæfni hennar, geta til framfærslu og geðrænt ástand hafi verið nægjanlega stöðugt, til þess að veita honum þá nauðsynlegu umönnun sem hann svo sárlega þurfti,“ segir Dagný. Sex mánuðum síðar hafi móðir hans svo aftur verið komin inn í fangelsi og fangelsuð í tuttugu mánuði, rétt eftir að hann fermdist vorið 2022. Á sama tíma hafi hún haldið forsjá og barnavernd ekki leyst hana til sín. Sjá einnig: Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Gerandi kom í fóstur á heimili fjölskyldu minnar, tættur og týndur í sjálfum sér. Hann tók ágætum framförum það ár sem hann var hjá okkur í fóstri, en ljóst að hans vandi var mikill. Hann fór síðan á heimili föður síns og stjúpmóður sem þá var nýlega komin aftur í hans líf eftir margra ára fjarveru,“ segir Dagný. Þegar móðir hans losnaði svo úr fangelsi í janúar á síðasta ári fékk móðirin drenginn til sín og hann lokaði á föður sinn. Eftir það var líf hans í frjálsu falli. Tilkynningu okkar til barnaverndar sl. vor var ekki sinnt. Faðir bar áhyggjur sínar undir barnavernd, en orð hans afgreidd sem forsjárdeila. Eftir á að hyggja hefðum við átt að senda inn miklu fleiri tilkynningar til barnaverndar og brýna áköll okkar um aðstoð. Hún fer svo yfir það í grein sinni hvernig áföll geta flust á milli kynslóða og án þess að lýsa sögu móður drengsins í löngu máli þá hafi hún sömuleiðis upplifað alvarleg brot og áföll í bernsku. Áföllin áhrifavaldur „Þessi áföll urðu augljóslega mikill áhrifavaldur í hennar erfiðleikum og fíkniefnaneyslu og skerti færni hennar til að sinna sínu barni. Þau voru fyrst að koma í dagsljósið sl. sumar. Enginn vissi um þau, nema hún og hennar gerendur. Við 14 ára aldur bættist við erfiður hjónaskilnaður míns og föður hennar sem varð henni mikið áfall. Þar hefði ég geta stutt betur við hana,“ segir Dagný og að hún vonist til þess að dóttir hennar fái loks þá þjónustu í velferðarkerfinu sem hún hefur þörf á. Sjá einnig: Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Að því loknu spyr Dagný hverju sé hægt að breyta og leggur til að áfallaupplýst umönnun sé sett í forgang, þverfagleg barnavernd efld og meiri áhersla þar lögð á áföll og áfallamiðuð úrræði. Þá segir hún að þol barnaverndar fyrir slæmum aðstæðum barna eigi að vera lítið og að börn eigi að fá að njóta vafans. Leyndarhyggja og trúnaður um slæmar uppeldisaðstæður barns er ekkert annað en meðvirkni og vinnur gegn hagsmunum barnsins „Auknar lagaheimildir þarf fyrir barnavernd til að upplýsa aðra fjölskyldumeðlimi um erfiðar aðstæður barns, þegar öryggi þess er ógnað. Barn sem býr við erfiðar aðstæður ætti ekki að vera einkamál forsjáraðila þess, þó að málið sé viðkvæmt,“ segir Dagný. Þá leggur hún líka til að Barnahús taki til sín börn sem upplifi ólíkar tegundir áfalla, ekki bara ofbeldi. Þá segir hún nauðsynlegt að rýnt sé í síma- og samfélagsmiðlanotkun barna og tryggja að börn þrói með sér hæfileika til heilbrigðra og eðlilegra samskipta og tilfinningastjórnunar. „Það hefur ríkt þjóðarsorg á Íslandi vegna þessa máls. Blásaklaus stúlka dó vegna hnífaárásar á Menningarnótt. Við stöndum öll frammi fyrir þeirri áskorun að skoða samfélagsgerð okkar og rýna í allt það sem betur má fara. Ég hef hér leitast við að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að bæta aðbúnað að börnum. Stærsta og flóknasta hlutverk sem við tökum að okkur á lífsleiðinni er að gerast forsjáraðilar barns. Siðferðisstig þjóðarinnar ræðst af því hversu vel okkur tekst að hlúa að okkar minnstu bræðrum og systrum,“ segir Dagný. Uppeldi barna leggi þannig grunn að þeirri samfélagsgerð sem við helst viljum lifa í. „Gerumst öll friðflytjendur og riddarar kærleikans eins og foreldrar Bryndísar Klöru hafa gert ákall um. Björgum mannslífum,“ segir Dagný að lokum. Greinin var birt á Vísi í dag en send á forstjóra barna- og fjölskyldustofu, barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og landlækni þann 9.9.2024. Í október fékk umboðsmaður barna afrit. Greinin er birt með samþykki móður geranda. Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. 3. febrúar 2025 20:02 Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. 3. október 2024 19:56 „Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. 23. september 2024 21:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Sjá meira
„Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans,“ segir Dagný í aðsendri grein á Vísi í dag. Vill ekki setja fram afsakanir Hún segir að með skrifum sínum vilji hún ekki draga úr ábyrgð dóttursonar síns eða setja fram afsakanir. Markmið hennar sé að stuðla að breytingum sem geti bjargað mannslífum. „Ég vil heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést sem saklaust fórnarlamb, hörmulegra aðstæðna. Um var að ræða stjórnlausa hegðun fjölskyldumeðlims míns, í mjög alvarlegum vanda. Vanda sem hefði verið hægt að taka mun betur á,“ segir Dagný sem í grein sinni leggur fram sitt álit og tillögur. Fyrirtaka fór fram í héraðsdómi fyrr í vikunni í máli piltsins sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Þinghald í málinu er lokað. Dagný er ekki bara amma drengsins heldur starfar hún sjálf sem hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu og hefur þannig innsýn í vandann frá mörgum sjónarhornum. „Mig dreymir um nauðsynlegar úrbætur til byggja upp betra velferðarkerfi sem mætir betur og markvissar þörfum barna sem m.a. eiga foreldra með fíkni- og geðrænan vanda. Hér nýti ég annars vegar mína menntun og faglegu reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður í geðþjónustu og hins vegar hina ólýsanlega hörðu reynslu sem aðstandandi geranda í djúpum vanda,“ segir Dagný. Sjá einnig: Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Hún segir mikilvægt að allt samfélagið „nýti þessa hörmungarsögu“ og læri af henni. Til þess að greina vanda og veikleika í velferðarkerfinu segir hún í grófum dráttum sögu dóttur sinnar og dóttursonar hennar. Alvarlega vangeta móður Sér til stuðnings vísar Dagný í eina stærstu lýðheilsurannsókn sem framkvæmd hefur verið, ACE-rannsóknina. ACE stendur fyrir Adverse Childhood Experiences og fjallar um áföll eða erfiða reynslu á fyrstu 18 árum lífsins, á barnsaldri. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að algengustu áföll sem fólk verður fyrir í bernsku eru áföll sem barn verður fyrir í nánum tengslum og innan veggja heimilisins. Dagný bendir á í grein sinni að rannsóknin hafi leitt í ljós tólf ólíkar tegundir áfalla. Áföll sem geti haft langvarandi og alvarleg áhrif á börn til að þroskast á heilbrigðan og farsælan hátt. Áföllin séu allt frá misnotkun, vanrækslu til geðrænna áskorana forsjáraðila og þau geti breytt heilaþroska, stjórnun tilfinninga og líkamlegar heilsu. Þá sýni niðurstöðurnar að því fleiri áföll sem barnið upplifir því meiri hætta sé á sálrænum erfiðleikum, ofbeldi eða árásargjarnri hegðun. Þá bendir hún á að allar rannsóknir undirstriki mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og stuðnings fyrir börn sem hafa orðið fyrir neikvæðri reynslu til að draga úr líkum á ofbeldishegðun síðar á ævinni. Að því loknu víkur Dagný að sögu gerandans, dóttursonar síns. Sjá einnig: Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Hún segir stóru myndina þá að um hafi verið að ræða alvarlega vangetu forsjáraðila, móður hans, sem hafi fengið að viðgangast allt of lengi með allt of vægum inngripum af hálfu barnaverndar. Þá hafi faðir hans ekki sinnt honum í mörg ár og hann orðið vitni að andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gegn móður sinni. Þessi áföll hafi safnast saman og drengurinn þannig safnað að sér ACE-áföllum. …þar sem móðir hans var þrenn jól í fangelsi, í meira og minna í stöðugri fíkniefnaneyslu, stundaði fíkniefnasölu og var í nánum samböndum við aðra fíkla og alvarlega ofbeldismenn. Fyrir fermingaraldur hafi drengurinn, gerandinn, þannig verið búinn að upplifa minnst átta áföll sem falli undir ACE-skilgreininguna og á þeim tíma hafi samt sem áður aldrei verið framkvæmt forsjárhæfnimat eða geðrænt mat á móður til að sjá hvernig og hvort færni hafi verið til staðar til að sinna þörfum drengsins. Margdæmdur ofbeldismaður á heimilinu „Hvernig mátti það vera að margdæmdur ofbeldismaður, góðkunningi lögreglunnar, byggi á heimilinu með vitneskju barnaverndar, án þess að barnið væri verndað? Hefðu starfsmenn barnaverndar treyst eigin börnum til að búa með þannig manni?“ spyr Dagný í greininni. Alvarlegasta atvikið hafi þó átt sér stað haustið 2021 þegar drengnum var leyft að flytja aftur til móður sinnar eftir að hafa verið í fóstri hjá öðrum ættingjum í tvö ár. „Hann fór aftur inn á heimili móður, án þess að tryggt hafi verið að hæfni hennar, geta til framfærslu og geðrænt ástand hafi verið nægjanlega stöðugt, til þess að veita honum þá nauðsynlegu umönnun sem hann svo sárlega þurfti,“ segir Dagný. Sex mánuðum síðar hafi móðir hans svo aftur verið komin inn í fangelsi og fangelsuð í tuttugu mánuði, rétt eftir að hann fermdist vorið 2022. Á sama tíma hafi hún haldið forsjá og barnavernd ekki leyst hana til sín. Sjá einnig: Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Gerandi kom í fóstur á heimili fjölskyldu minnar, tættur og týndur í sjálfum sér. Hann tók ágætum framförum það ár sem hann var hjá okkur í fóstri, en ljóst að hans vandi var mikill. Hann fór síðan á heimili föður síns og stjúpmóður sem þá var nýlega komin aftur í hans líf eftir margra ára fjarveru,“ segir Dagný. Þegar móðir hans losnaði svo úr fangelsi í janúar á síðasta ári fékk móðirin drenginn til sín og hann lokaði á föður sinn. Eftir það var líf hans í frjálsu falli. Tilkynningu okkar til barnaverndar sl. vor var ekki sinnt. Faðir bar áhyggjur sínar undir barnavernd, en orð hans afgreidd sem forsjárdeila. Eftir á að hyggja hefðum við átt að senda inn miklu fleiri tilkynningar til barnaverndar og brýna áköll okkar um aðstoð. Hún fer svo yfir það í grein sinni hvernig áföll geta flust á milli kynslóða og án þess að lýsa sögu móður drengsins í löngu máli þá hafi hún sömuleiðis upplifað alvarleg brot og áföll í bernsku. Áföllin áhrifavaldur „Þessi áföll urðu augljóslega mikill áhrifavaldur í hennar erfiðleikum og fíkniefnaneyslu og skerti færni hennar til að sinna sínu barni. Þau voru fyrst að koma í dagsljósið sl. sumar. Enginn vissi um þau, nema hún og hennar gerendur. Við 14 ára aldur bættist við erfiður hjónaskilnaður míns og föður hennar sem varð henni mikið áfall. Þar hefði ég geta stutt betur við hana,“ segir Dagný og að hún vonist til þess að dóttir hennar fái loks þá þjónustu í velferðarkerfinu sem hún hefur þörf á. Sjá einnig: Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Að því loknu spyr Dagný hverju sé hægt að breyta og leggur til að áfallaupplýst umönnun sé sett í forgang, þverfagleg barnavernd efld og meiri áhersla þar lögð á áföll og áfallamiðuð úrræði. Þá segir hún að þol barnaverndar fyrir slæmum aðstæðum barna eigi að vera lítið og að börn eigi að fá að njóta vafans. Leyndarhyggja og trúnaður um slæmar uppeldisaðstæður barns er ekkert annað en meðvirkni og vinnur gegn hagsmunum barnsins „Auknar lagaheimildir þarf fyrir barnavernd til að upplýsa aðra fjölskyldumeðlimi um erfiðar aðstæður barns, þegar öryggi þess er ógnað. Barn sem býr við erfiðar aðstæður ætti ekki að vera einkamál forsjáraðila þess, þó að málið sé viðkvæmt,“ segir Dagný. Þá leggur hún líka til að Barnahús taki til sín börn sem upplifi ólíkar tegundir áfalla, ekki bara ofbeldi. Þá segir hún nauðsynlegt að rýnt sé í síma- og samfélagsmiðlanotkun barna og tryggja að börn þrói með sér hæfileika til heilbrigðra og eðlilegra samskipta og tilfinningastjórnunar. „Það hefur ríkt þjóðarsorg á Íslandi vegna þessa máls. Blásaklaus stúlka dó vegna hnífaárásar á Menningarnótt. Við stöndum öll frammi fyrir þeirri áskorun að skoða samfélagsgerð okkar og rýna í allt það sem betur má fara. Ég hef hér leitast við að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að bæta aðbúnað að börnum. Stærsta og flóknasta hlutverk sem við tökum að okkur á lífsleiðinni er að gerast forsjáraðilar barns. Siðferðisstig þjóðarinnar ræðst af því hversu vel okkur tekst að hlúa að okkar minnstu bræðrum og systrum,“ segir Dagný. Uppeldi barna leggi þannig grunn að þeirri samfélagsgerð sem við helst viljum lifa í. „Gerumst öll friðflytjendur og riddarar kærleikans eins og foreldrar Bryndísar Klöru hafa gert ákall um. Björgum mannslífum,“ segir Dagný að lokum. Greinin var birt á Vísi í dag en send á forstjóra barna- og fjölskyldustofu, barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og landlækni þann 9.9.2024. Í október fékk umboðsmaður barna afrit. Greinin er birt með samþykki móður geranda.
Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. 3. febrúar 2025 20:02 Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. 3. október 2024 19:56 „Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. 23. september 2024 21:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Sjá meira
Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. 3. febrúar 2025 20:02
Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. 3. október 2024 19:56
„Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. 23. september 2024 21:03