„Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 23:00 Keir Starmer og Donald Trump. AP/Carl Court Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Hann sagði þó, að virðist í spaugi, að ef Rússar myndu ráðast aftur inn í Úkraínu með breska hermenn þar, gætu breskir hermenn séð um sig sjálfir. „Gætu þið staðið einir gegn Rússum?“ spurði Trump svo. Þetta sagði Trump í Hvíta húsinu, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fyrr í vikunni sótti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Trump heim. Kaja Kallas, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, fór einnig til Washington DC í vikunni og átti hún að hitta Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann hætti þó við fundinn á síðustu stundu. Ráðamenn í Evrópu hafa haft verulegar áhyggjur af viðræðum Bandaríkjamanna við Rússa og ýmsum blammeringum Trump og embættismanna hans í garð Evrópu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Til marks um áhyggjurnar í Evrópu sagði væntanlegur kanslari Þýskalands á dögunum að Evrópa þyrfti sjálfstæði frá Bandaríkjunum. Var það meðal annars eftir það að JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn ráðgjafi Trumps, lýstu yfir stuðningi við hinn umdeilda hægri flokk AfD í Þýskalandi. Þá lýsti Trump því yfir í gær að hann ætlaði að setja umfangsmikla tolla á vörur frá Evrópu og að Evrópusambandið hefði verið stofnað til að koma höggi á Bandaríkin og hafa fé af Bandaríkjamönnum Ítrekaði þörf á varanlegum frið Eins og áður segir ræddu þeir Trump og Starmer um mögulega friðargæslu í Úkraínu, ef og eftir að samningar nást. Ráðamenn í Bretlandi og Frakklandi hafa sagt að þeir séu tilbúnir til þess að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eigi að sinna friðargæslu, náist samkomulag um að binda enda á stríðið. Starmer hefur þó sagt að það muni verða mjög erfitt án stuðnings Bandaríkjanna. Sjá einnig: Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Á fundinum með Trump ítrekaði Starmer að mögulegt friðarsamkomulag yrði að vera þess eðlis að það entist. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að friðarsamkomulagi þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Sjá einnig: Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistrygginga muni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Trump var ekki tilbúinn til að lýsa því yfir að Bandaríkin myndu koma að öryggistryggingum í Úkraínu og gaf í skyn að samkomulag sem hann og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, munu skrifa undir á morgun muni duga. Það samkomulag snýr meðal annars að fjárfestingum í námu-, olíu og gasvinnslu í Úkraínu. „Við erum bakhjarl því við verðum þarna. Við verðum vinnandi í landinu.“ Trump sagðist hafa þekkt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um langt skeið og sagðist viss um að Pútín myndi standa við mögulegt friðarsamkomulag um Úkraínu. Hann sagðist tala fyrir sig og Pútín þegar hann sagði að þeir vildu binda enda á blóðsúthellingarnar. Þá sagði Trump að Úkraínumenn myndu ekki fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið og að sú viðleitni hefði leitt til innrásarinnar. Það er eitthvað sem Trump hefur sagt áður en fátt benti til þess að Úkraínumenn hefðu nokkurn áhuga á aðild að NATO áður en Rússar réðust fyrst inn í ríkið árið 2014. Donald Trump says he thinks Vladimir Putin "will keep his word" when it comes to a peace deal with Ukraine, but adds that "the difficult part is getting the deal made".https://t.co/xItZsH813I📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/NY4M2sQYtd— Sky News (@SkyNews) February 27, 2025 Kajaa Kallas, áðurnefndur utanríkisráðherra ESB, sagði í kvöld að Trump væri að enduróma rússneskan áróður. Hún var áður forsætisráðherra Eistlands og ítrekaði að ekkert ríki NATO hefði nokkurn tímann ráðist á Rússland. „Af hverju erum við í NATO? Af því að við erum hrædd við Rússland. Og það eina sem í rauninni hjálpar, eina öryggistryggingin sem virkar, er NATO-regnhlífin," sagði Kallas. „Sagði ég það“ Á einum tímapunkti var Trump spurður hvort hann væri enn þeirrar skoðunar að Selenskí væri einræðisherra. Það er eitthvað sem Trump hefur nokkrum sinnum sagt og skrifað á undanfarinni viku, eftir að Selenskí neitaði að skrifa undir fyrsta samninginn frá Bandaríkjunum um eignarhald yfir auðlindum Úkraínu. „Einræðisherra án kosninga, Selenskí væri hollt að drífa sig eða hann mun ekki hafa ríki mikið lengur," er meðal þess sem Trump sagði. Þegar Trump var spurður út í ummælin lét hann sem hann vissi ekki af þeim. "Do you still think that Mr Zelenskyy is a dictator?""Did I say that? I can't believe I said that. Next question," says Donald TrumpPresident Donald Trump and Sir Keir Starmer take questions in the Oval Office. https://t.co/CIPWWmVZSf📺 Sky 501, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KmxRHmQz7i— Sky News (@SkyNews) February 27, 2025 Friður næst bráðum, eða ekki Á blaðamannafundi eftir fund Trumps og Starmers sagði bandaríski forsetinn að samkomulag um frið í Úkraínu myndi mögulega nást bráðum en einnig kæmi til greina að ekkert samkomulag myndi nást. Starmer sagði þá að friðurinn mætti ekki verðlauna árásaraðilann, Rússland. Friðurinn yrði að vera þess eðlis að Pútín gæti ekki snúið aftur „til að fá sér ábót“. Starmer ítrekaði að Bretar væru tilbúnir til að senda hermenn og hergögn til Úkraínu til að tryggja friðinn. Hann sagði að Bandaríkin og Bretland myndu halda áfram að vera helstu bandamenn hvors annars. Þá þakkaði hann Trump fyrir að þiggja boð frá Karli konungi um formlega heimsókn til Bretlands. Úkraínumenn með áhyggjur Wall Street Journal segir nýleg ummæli Steve Witkoff, sérstaks erindreka Trumps, um að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands um Úkraínu muni taka mið af viðræðum í Instabúl í Tyrklandi frá árinu 2022, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa valdið áhyggjum í Kænugarði. Áhyggjur Úkraínumanna snúa að því að þeir óttast að Witkoff virðist hafa trúað ítrekuðum en röngum yfirlýsingum ráðamanna í Rússlandi um að samningar hafi næstum því legið fyrir á þessum tíma. Úkraínumenn hafi verið þvingaðir af ráðamönnum Vesturlanda, og þá sérstaklega Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, til að hætta við. Bæði Selenskí og Johnson segja þetta þvælu og hefur Selenskí sagt að hann hafi stöðvað viðræðurnar þegar ódæði rússneskra hermanna í Bucha, norður af Kænugarði, litu dagsins ljós. Pútín hefur ítrekað krafist þess að framtíðarviðræður byggi á samningsdrögum frá viðræðunum í Istanbúl. Í einföldu máli sneru þær að því að Úkraínumenn myndu skuldbinda sig til að minnka her sinn verulega, meina erlendum hermönnum aðgang að Úkraínu og taka ekki við vopnum frá öðrum ríkjum. Komi aftur til átaka hefðu Rússar þá einnig neitunarvald um það hvort önnur ríki mætu koma Úkraínumönnum til aðstoðar, samkvæmt samningsdrögunum frá Istanbúl. Rússar kröfðust þess einnig að rússneska yrði opinbert tungumál Úkraínu og að lögum og reglum landsins yrði breytt verulega. WSJ hefur eftir heimildarmanni sem þekkir Witkoff að ummælum hans hafi ekki verið ætlað að styðja þá afstöðu Rússa að Úkraínumenn eigi að afvopnast eða að Rússar ættu að hafa áðurnefnt neitunarvald. Bandaríkin Donald Trump Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. 26. febrúar 2025 11:03 Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. 25. febrúar 2025 19:40 Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. 25. febrúar 2025 08:08 Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59 Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. 24. febrúar 2025 17:12 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Hann sagði þó, að virðist í spaugi, að ef Rússar myndu ráðast aftur inn í Úkraínu með breska hermenn þar, gætu breskir hermenn séð um sig sjálfir. „Gætu þið staðið einir gegn Rússum?“ spurði Trump svo. Þetta sagði Trump í Hvíta húsinu, þar sem hann fundaði með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fyrr í vikunni sótti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Trump heim. Kaja Kallas, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, fór einnig til Washington DC í vikunni og átti hún að hitta Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann hætti þó við fundinn á síðustu stundu. Ráðamenn í Evrópu hafa haft verulegar áhyggjur af viðræðum Bandaríkjamanna við Rússa og ýmsum blammeringum Trump og embættismanna hans í garð Evrópu á undanförnum vikum. Sjá einnig: Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Til marks um áhyggjurnar í Evrópu sagði væntanlegur kanslari Þýskalands á dögunum að Evrópa þyrfti sjálfstæði frá Bandaríkjunum. Var það meðal annars eftir það að JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn ráðgjafi Trumps, lýstu yfir stuðningi við hinn umdeilda hægri flokk AfD í Þýskalandi. Þá lýsti Trump því yfir í gær að hann ætlaði að setja umfangsmikla tolla á vörur frá Evrópu og að Evrópusambandið hefði verið stofnað til að koma höggi á Bandaríkin og hafa fé af Bandaríkjamönnum Ítrekaði þörf á varanlegum frið Eins og áður segir ræddu þeir Trump og Starmer um mögulega friðargæslu í Úkraínu, ef og eftir að samningar nást. Ráðamenn í Bretlandi og Frakklandi hafa sagt að þeir séu tilbúnir til þess að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eigi að sinna friðargæslu, náist samkomulag um að binda enda á stríðið. Starmer hefur þó sagt að það muni verða mjög erfitt án stuðnings Bandaríkjanna. Sjá einnig: Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Á fundinum með Trump ítrekaði Starmer að mögulegt friðarsamkomulag yrði að vera þess eðlis að það entist. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að friðarsamkomulagi þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggistryggingar. Sjá einnig: Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Úkraínumenn óttast líka að án góðra öryggistrygginga muni reynast erfitt að fá þá fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land aftur heim. Trump var ekki tilbúinn til að lýsa því yfir að Bandaríkin myndu koma að öryggistryggingum í Úkraínu og gaf í skyn að samkomulag sem hann og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, munu skrifa undir á morgun muni duga. Það samkomulag snýr meðal annars að fjárfestingum í námu-, olíu og gasvinnslu í Úkraínu. „Við erum bakhjarl því við verðum þarna. Við verðum vinnandi í landinu.“ Trump sagðist hafa þekkt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um langt skeið og sagðist viss um að Pútín myndi standa við mögulegt friðarsamkomulag um Úkraínu. Hann sagðist tala fyrir sig og Pútín þegar hann sagði að þeir vildu binda enda á blóðsúthellingarnar. Þá sagði Trump að Úkraínumenn myndu ekki fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið og að sú viðleitni hefði leitt til innrásarinnar. Það er eitthvað sem Trump hefur sagt áður en fátt benti til þess að Úkraínumenn hefðu nokkurn áhuga á aðild að NATO áður en Rússar réðust fyrst inn í ríkið árið 2014. Donald Trump says he thinks Vladimir Putin "will keep his word" when it comes to a peace deal with Ukraine, but adds that "the difficult part is getting the deal made".https://t.co/xItZsH813I📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/NY4M2sQYtd— Sky News (@SkyNews) February 27, 2025 Kajaa Kallas, áðurnefndur utanríkisráðherra ESB, sagði í kvöld að Trump væri að enduróma rússneskan áróður. Hún var áður forsætisráðherra Eistlands og ítrekaði að ekkert ríki NATO hefði nokkurn tímann ráðist á Rússland. „Af hverju erum við í NATO? Af því að við erum hrædd við Rússland. Og það eina sem í rauninni hjálpar, eina öryggistryggingin sem virkar, er NATO-regnhlífin," sagði Kallas. „Sagði ég það“ Á einum tímapunkti var Trump spurður hvort hann væri enn þeirrar skoðunar að Selenskí væri einræðisherra. Það er eitthvað sem Trump hefur nokkrum sinnum sagt og skrifað á undanfarinni viku, eftir að Selenskí neitaði að skrifa undir fyrsta samninginn frá Bandaríkjunum um eignarhald yfir auðlindum Úkraínu. „Einræðisherra án kosninga, Selenskí væri hollt að drífa sig eða hann mun ekki hafa ríki mikið lengur," er meðal þess sem Trump sagði. Þegar Trump var spurður út í ummælin lét hann sem hann vissi ekki af þeim. "Do you still think that Mr Zelenskyy is a dictator?""Did I say that? I can't believe I said that. Next question," says Donald TrumpPresident Donald Trump and Sir Keir Starmer take questions in the Oval Office. https://t.co/CIPWWmVZSf📺 Sky 501, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KmxRHmQz7i— Sky News (@SkyNews) February 27, 2025 Friður næst bráðum, eða ekki Á blaðamannafundi eftir fund Trumps og Starmers sagði bandaríski forsetinn að samkomulag um frið í Úkraínu myndi mögulega nást bráðum en einnig kæmi til greina að ekkert samkomulag myndi nást. Starmer sagði þá að friðurinn mætti ekki verðlauna árásaraðilann, Rússland. Friðurinn yrði að vera þess eðlis að Pútín gæti ekki snúið aftur „til að fá sér ábót“. Starmer ítrekaði að Bretar væru tilbúnir til að senda hermenn og hergögn til Úkraínu til að tryggja friðinn. Hann sagði að Bandaríkin og Bretland myndu halda áfram að vera helstu bandamenn hvors annars. Þá þakkaði hann Trump fyrir að þiggja boð frá Karli konungi um formlega heimsókn til Bretlands. Úkraínumenn með áhyggjur Wall Street Journal segir nýleg ummæli Steve Witkoff, sérstaks erindreka Trumps, um að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands um Úkraínu muni taka mið af viðræðum í Instabúl í Tyrklandi frá árinu 2022, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa valdið áhyggjum í Kænugarði. Áhyggjur Úkraínumanna snúa að því að þeir óttast að Witkoff virðist hafa trúað ítrekuðum en röngum yfirlýsingum ráðamanna í Rússlandi um að samningar hafi næstum því legið fyrir á þessum tíma. Úkraínumenn hafi verið þvingaðir af ráðamönnum Vesturlanda, og þá sérstaklega Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, til að hætta við. Bæði Selenskí og Johnson segja þetta þvælu og hefur Selenskí sagt að hann hafi stöðvað viðræðurnar þegar ódæði rússneskra hermanna í Bucha, norður af Kænugarði, litu dagsins ljós. Pútín hefur ítrekað krafist þess að framtíðarviðræður byggi á samningsdrögum frá viðræðunum í Istanbúl. Í einföldu máli sneru þær að því að Úkraínumenn myndu skuldbinda sig til að minnka her sinn verulega, meina erlendum hermönnum aðgang að Úkraínu og taka ekki við vopnum frá öðrum ríkjum. Komi aftur til átaka hefðu Rússar þá einnig neitunarvald um það hvort önnur ríki mætu koma Úkraínumönnum til aðstoðar, samkvæmt samningsdrögunum frá Istanbúl. Rússar kröfðust þess einnig að rússneska yrði opinbert tungumál Úkraínu og að lögum og reglum landsins yrði breytt verulega. WSJ hefur eftir heimildarmanni sem þekkir Witkoff að ummælum hans hafi ekki verið ætlað að styðja þá afstöðu Rússa að Úkraínumenn eigi að afvopnast eða að Rússar ættu að hafa áðurnefnt neitunarvald.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. 26. febrúar 2025 11:03 Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. 25. febrúar 2025 19:40 Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. 25. febrúar 2025 08:08 Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59 Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. 24. febrúar 2025 17:12 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. 26. febrúar 2025 11:03
Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. 25. febrúar 2025 19:40
Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. 25. febrúar 2025 08:08
Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59
Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. 24. febrúar 2025 17:12