Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2025 16:32 Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun