Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar 22. febrúar 2025 08:04 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun