Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:50 Trump sagðist ánægður með hugmyndir um friðargæsluliða frá Bretlandi og Frakklandi en Rússar hafa alfarið hafnað henni. Getty/Joe Raedle Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira