Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 12:12 Gylfi Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með á borðinu tilboð frá stjórn Arion banka um að hefja viðræður um samruna bankanna. Stjórn Arion telur að með samruna geti neytendur sparað sér allt að fimm milljarða á ári hverju. Þó Arion telji samkeppni á bankamarkaði aukast með samruna hafa margir dregið þá fullyrðingu í efa. Þeirra á meðal er Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þó það sé óneitanlega örugglega einhver sparnaður í kortunum á því að fækka bönkum, þá er þarna verið að skoða tvo af þremur bönkum sem eru með vel yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á öllum helstu mörkuðum á Íslandi. Það er bara nánast útilokað að slíkur samruni verði heimilaður vegna þess að samkeppnin er lítil og yrði enn minni eftir þetta,“ segir Gylfi. Hann skilur ekki hvers vegna Arion leggur af stað í þetta verkefni. „Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu að einhver von sé til þess að þetta gengi eftir. Mér finnst það alveg borðleggjandi að þetta nær ekki fram að ganga,“ segir Gylfi. Bankarnir séu reknir í hagnaðarskyni. „Þó þeir vilji auðvitað halda í viðskiptavinina og halda þeim góðum er það ekki beinlínis markmiðið með rekstrinum. Það að samkeppnin keyri ekki hagnaðinn niður, það bendir auðvitað til þess að hún sé ekki mjög skörp. Raunar eru allir bankarnir að hegða sér á mjög svipaðan hátt með svipaðar verðskrár, svipaðar afurðir, svipaðan vaxtamun. Eru ekkert að rugga bátnum,“ segir Gylfi.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Fjármálafyrirtæki Neytendur Efnahagsmál Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. 17. febrúar 2025 10:15