Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 13:01 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þó margt skilji flokkanna fimm að sem nú eru í meirihlutaviðræðum bendi ekkert til þess að þær nái ekki að mynda nýjan meirihluta. Vísir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira