„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:06 Hergeir Grímsson var að vonum ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira