Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 07:00 Á örfáum árum hafa hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir hafa þjálfað um sex þúsund manns í næringarþjálfun, þar á meðal fullt af frægu fólki. Nú hafa þau þróað íslenskt heilsuapp sem hjálpar fólki að borða rétt magn af mat og hlutföllum næringarefna; Kolvetni, prótein og fitu. Vísir/Vilhelm „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. Hjónin þekkja margir. Enda hafa þau nú þegar hjálpað um sex þúsund manns í næringarþjálfun í gegnum fyrirtækið sitt ITS Macros. Þar sem þjálfunin gengur út á að fólk borði rétt magn af mat og næringarefnum; Kolvetnum, prótein og fitu í tengslum við markmiðin okkar. Til að bæta um betur, þróuðu hjónin íslenskt heilsuapp sem heitir LifeTrack en það hjálpar fólki að fylgjast með því sem það borðar og passa að máltíðir séu rétt samsettar. Fyrir heilsuappið hafa hjónin skannað tólf þúsund matvörur og enn er að bætast í. Heilsuappið virkar síðan þannig að notendur skrá hvaða hráefni eru í máltíðinni sem fólk ætlar að borða og appið sér þá um að reikna út hitaeiningarnar. Sem hjónin segja mikla þörf á því oft telji fólk sig vera að gera rétt, en raunin sé önnur. „Þú velur kannski salat en áttar þig svo á því að salatið er 1.200 hitaeiningar þegar allar sósur, skraut og meðlæti er komið á diskinn,” segir Ingi Torfi og bætir við: Fyrir einstakling eins og mig sem er 46 ára og sit við tölvu allan daginn og er að reyna að létta mig aðeins, þá er þetta kannski 65% af því sem ég á að borða á einum degi og allt of mikið magn í einni máltíð.” Í heilsuappinu eru líka ýmis konar æfingamyndbönd og prógrömm, hugleiðslur, jóga, sögur sem leiða fólk inn í svefninn og fleira. Allt á einum stað og það sem meira er: Á íslensku. Oft hefur fólk talið Inga, Lindu, fjölskyldu og vini vera frá verðlagseftirliti ASÍ enda hafa þau nú þegar skannað um tólf þúsund matvörur í appið. Notendur LifeTrack skrá hráefnin sem eru í máltíðum og appið reiknar út hitaeiningarnar. Og greinlega þörf á því oft telur fólk mun færri hitaeiningar í máltíðum en í raun eru. Að hætta í megrun Ingi og Linda búa á Akureyri og eiga samtals þrjú börn: Karen Ósk 24 ára, Hafþór Ingi 17 ára og Ólöfu Braga 10 ára. Ingi er fæddur í Reykjavík 1978 en Linda er fædd 1988 og uppalin á Akureyri. Hreyfing hefur alla tíð verið mikilvægur liður í lífi Inga og Lindu. „Ég var sjúkur í fótbolta, fór síðan körfuna enda var hún mikið í tísku þegar Michael Jordan tímabilið var. Seinna meir fór ég í golfið og við stundum það bæði í dag,“ segir Ingi. „Ég var í fimleikum, fótbolta og á snjóbretti,“ segir Linda um æskuna. Crossfit fóru hjónin síðan að stunda síðar en því kynntist Linda í Svíþjóð árið 2010 og um svipað leyti kynntist Ingi Torfi Crossfitinu hérna heima. „Þá voru engar Crossfit stöðvar heldur fundum við bara æfingar á netinu og vorum að gera þetta sjálfir,“ segir Ingi um upphafsárin og sína helstu félaga. Hjónin eru sammála um að stjörnur eins og Annie Mist og Katrín Tanja hafi að miklu leyti rutt brautina og síðustu árin hefur hver Crossfit stöðin á fætur annarri opnað og það víða um land. Ég var samt alltaf í megrun og hef prófað alla kúra sem eru til. Lengst af feyktist maður bara eins og vindhani, það fór bara eftir því hver vindáttin var í hvaða kúr maður var. Og oftar en ekki var þetta líka þannig að maður var að banna sér hitt og þetta á virkum dögum en leyfa sér meira um helgar,“ segir Linda og hristir höfuðið. „Ég segi það sama: Hef prófað alla kúra og það fór bara eftir því hvað var í tísku hverju sinni í hvaða kúr maður var,“ segir Ingi. En þarf fólk sem er alltaf í ræktinni að vera í megrunarkúrum? „Fólk sem æfir mikið er alltaf að leita leiða til að bæta sig. Mataræði gegnir þar lykilhlutverki þannig að maður var alltaf í einhverjum kúr til að ná einhverri bætingu. En ekkert gekk,“ segir Ingi Torfi. Eða allt þar til hann kynntist hugmyndafræði Macros. Sem í stuttu máli gengur út á að borða rétt magn af næringu og vera meðvituð um hlutföll af næringarefnum: Kolvetnum, próteinum og fitu. Ingi Torfi byrjaði á því að lesa sér til um allt sem hann gat um Macros en endaði síðan með að fara á námskeið hjá amerískum þjálfara. „Þá er ég að verða fertugur og fólk fór að taka eftir því hvað ég var að ná svakalega góðum árangri. Því þetta einfaldlega virkar. Smátt og smátt bættist alltaf í þeim hópi sem var að leita til mín vegna þess að fólk var endalaust að glíma við það að ná ekki árangri.“ Ingi og Linda sögðu upp öruggum vinnum til að demba sér í reksturinn. Fljótlega eftir að þau byrjuðu með næringarþjálfunina var kominn margra mánaða biðlisti. Um tíma notuðu þau amerískt heilsuapp sem þó var flókið og hentaði illa fyrir íslenskan markað. En þá kviknaði á nýrri peru: Hvers vegna ekki að þróa íslenskt heilsuapp fyrir íslenska notendur?Vísir/Vilhelm Þegar allt varð vitlaust… Ingi og Linda eru bæði viðskiptafræðingar að mennt. Ingi starfaði áður sem fasteignasali en Linda vann í Arion banka. Bæði stunduðu þau Crossfit af kappi og þegar Ingi var kominn á fullt í Macros aðferðarfræðina, var Linda ein af þeim sem leituðu ráða. En þegar hópurinn stækkaði og stækkaði sem hafði áhuga á Macros, endaði Linda með að spyrja Inga: En hvers vegna rukkar þú ekki fyrir þetta? „Mér hafði ekki dottið það í hug en ákvað síðan að setja saman námskeið í mars 2020 og pósta auglýsingu um það á Instagram.“ Á fyrsta námskeiðinu voru fjórir viðskiptavinir en fyrr en varði var allt komið á fullt. „Fljótlega eftir að Covid skall á, vorum við komin með biðlista á námskeiðið fram í nóvember.“ Bíddu…. var ásóknin sumsé svo mikil að þið náðuð ekki að sinna henni? Já það varð eiginlega allt vitlaust. Fólk eins og Aron Can, Friðrik Dór, Katrín Edda og Gréta Salóme kom fljótt til okkar og það spurðist út. Síðan hjálpaði Covid líka því þá gat fólk ekki gert neitt nema farið út að labba, gert heimaæfingar og borðað heima hjá sér.“ En ekki nóg með það: Skötuhjúin ákváðu líka fljótt að segja upp öruggum störfum og demba sér á fullt í næringaráðgjöfina. Fyrirtækið ITS Macros varð til og brátt fóru viðskiptavinirnir að telja í þúsundum. Og jafnvel heilu liðin því í spjallinu heyrast hjónin tala um fótboltaliðin, júdókappana, meistaraflokka og svo mætti lengi telja. „Því margir sem eru í stífum æfingum þurfa alltaf að vera að passa sig á því að borða nóg. En þá líka að borða rétt,“ segir Ingi. Ingi og Linda voru lengi vel ekki að átta sig á að þau væru frumkvöðlar fyrr en einhver sagði það við þau. LifeTrack hefur að mestu verið fjármagnað af þeim sjálfum en appið hefur þó hlotið smærri nýsköpunarstyrki af landsbyggðinni. Öll fjölskyldan hefur tekið þátt í starfseminni, sem upphaflega var við eldhúsborðið en færðist síðan út í bílskúr. Heilsa Íslendinga í húfi Í upphafi var margt miklu flóknari en það er í dag. Ekki aðeins vann Ingi flotta og persónulega kynningu fyrir alla, heldur voru þau mörg excelskjölin sem hver og einn var með og þau hjónin að aðstoða síðan við að fylla út. Allir vigtuðu matinn sinn, sem hjónin segja ágætt fyrir þá sem vilja en alls ekki leið sem hentar öllum. Úr varð að til að liðsinna viðskiptavinunum fóru þau að nota stærsta heilsuapp í heimi: MyFitnesspal. „Í MyFitnessPal er búið að skanna rosalegt magn af matvörum en gallinn við þann gagnagrunn er að hann miðast við bandarískar matvöruverslanir og var því ekki að nýtast Íslendingum sem skildi. Því þótt þar væru vörur sem við þekkjum, geta vöruflokkarnir, umbúðir og annað verið mismunandi og þá þurfti lítið til að eitthvað væri ekki rétt útreiknað,“ segir Ingi og Linda bætir við: „Mælikvarðarnir voru líka flóknir. Til dæmis únsur (e. ounces) sem við notum ekki og fleira sem gerði það bara að verkum að fólki fannst þetta oft flókið og mikil vinna fór í það hjá okkur að vera að kenna fólki að nota þetta ameríska app.“ En þá kviknaði á nýrri peru: Af hverju ekki að búa til íslenskt app fyrir íslenska viðskiptavini? Til viðbótar við þær matvörur sem búið er að skanna í LifeTrack appið, bjuggu hjónin líka til 200 máltíðir fyrir notendur þannig að fólk geti séð fyrirfram næringarefni og hitaeiningar máltíðarinnar. Áhrifin hafa síðan verið keðjuverkandi. „Því fleiri sem komu til okkar, því meiri þrýstingur varð á veitingastaði að fara að gefa upp hitaeiningar og upplýsingar um næringarefnin í réttunum sínum. Nú er meira að segja svo komið að við vorum að veita Saffran LifeTrack vottun því staðurinn stendur sig mjög vel hvað varðar gæði, áreiðanleika og sýnileika næringarefna í hverjum rétti,“ segir Ingi og vísar þá til hitaeininga, kolvetna, próteins og fitu. Það er auðvelt að vinna yfir sig þegar fólk er í nýsköpun enda sýna rannsóknir að kulnun frumkvöðla er meiri en mælist í öðrum hópum. Hjónin eru þó í átaki núna og segjast nota heilsuappið sjálf til að ná heilsunni og komast aftur á rétt ról með æfingar og fleira. Eldhúsið, hjónabandið og heilsan Ingi og Linda viðurkenna að hafa lengi vel ekki áttað sig á því að þau kölluðust frumkvöðlar. „Ekki fyrr en einhver sagði það við okkur,“ segir Ingi og hjónin skella bæði upp úr. Smátt og smátt hefur þeim þó lærst að svo sannarlega eru þau að þróa einhverja góða nýjung. En er lífið þá bara vinna, vinna, vinna? Þögn. Hlátur. Smá vandræðagangur en síðan segir Ingi: „Tja, það má eiginlega segja að við séum að nota heilsuappið okkar til að bæta okkar eigin heilsu. Ekki bara mataræðið heldur líka svefn, að gera æfingar og svo framvegis. Það er svo auðvelt að gleyma sér í því að vinna og nú hefur mér lærst að kulnun frumkvöðla er víst hlutfallslega hærri en hjá öðrum hópum,“ segir Ingi og Linda bætir við: „Við erum að læra að setja okkur mörk. Að eftir klukkan eitthvað ákveðið á daginn þá má ekki lengur tala um vinnuna. Sem er erfitt. Sérstaklega fyrir Inga því hann á það til að fá milljón hugmyndir á dag,“ segir Linda og Ingi botnar setninguna með því að segja: „Ég er samt að standa mig ágætlega, ég er oft ekki að segja þér eitthvað fyrr en daginn eftir….“ „Já, já,“ svarar Linda en bætir við: „Það sem spilar inn í þetta líka er að við vöknum ekki á morgnana og förum eitthvað. Því í upphafi var vinnan okkar við eldhúsborðið heima og núna höfum við flutt hana út í bílskúr en við erum samt enn heima hjá okkur.“ En hvernig er að vera hjón sem vinna saman og eru í rekstri saman? „Okkur finnst það frábært!“ svara hjónin í kór. „Það spyrja okkur margir hvort þetta sé ekki erfitt. En okkur finnst það alls ekki,“ segir Linda og hlær. LifeTrack hefur hlotið styrki frá Lóu nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina og Uppbyggingarsjóði SSNE en er að öðru leyti fjármagnað alfarið af þeim sjálfum. En hvernig var að taka þessa ákvörðun: Að segja upp öruggri vinnu til að demba ykkur í þennan rekstur? „Það var stór ákvörðun. En við höfðum bara svo mikla tröllatrú á að þetta gæti gengið upp og það hefur alltaf drifið okkur áfram,“ svara hjónin. Það kostar 3.490 krónur að nota heilsuappið á mánuði og vonast hjónin eftir því að heilbrigðisyfirvöld fari að nota það líka; þá sé hægt að hjálpa fleirum og efla heilsulæsi Íslendinga. Að þróa appið hefur kallað á mikla seiglu en frá upphafi hafa Inga og Linda haft tröllatrú á verkefninu og eru því bjartsýn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Að nota appið kostar kr. 3490 á mánuði og ljóst að Inga og Lindu finnst mikið í mun að sem flestir nýti sér appið til að bæta úr heilsu og vellíðan. Ekki bara hvað varðar matinn heldur líka svo margt annað; Svo sem svefn og hreyfingu. Draumurinn er sá að læknar fari að nýta sér appið með sínum skjólstæðingum. Því það er ekki nóg að segja bara við fólk að það þurfi að breyta mataræðinu, taka vítamín, hætta að reykja og drekka áfengi og kaffi. Með útbreiddri notkun á svona heilsuappi myndi heilsulæsi Íslendinga einfaldlega aukast til muna.“ Hjónin segja nýsköpun og rekstur þó alltaf ákveðna áhættu. Fórnarkostnaðurinn sé mikill, ekki aðeins sé dýrt að þróa svona app heldur fylgi því mikil vinna. „Heilsuappið opnaði fyrir okkur mikinn ævinýraheim og viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum . Og þótt það sé búið að vera rosalega erfitt þá er líka búið að vera mjög gaman. Sem betur fer höfum við haft kjark til að halda áfram og það vonandi fer að skilar sér núna.“ Heilsa Nýsköpun Akureyri Tækni Starfsframi Geðheilbrigði Matur Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Hjónin þekkja margir. Enda hafa þau nú þegar hjálpað um sex þúsund manns í næringarþjálfun í gegnum fyrirtækið sitt ITS Macros. Þar sem þjálfunin gengur út á að fólk borði rétt magn af mat og næringarefnum; Kolvetnum, prótein og fitu í tengslum við markmiðin okkar. Til að bæta um betur, þróuðu hjónin íslenskt heilsuapp sem heitir LifeTrack en það hjálpar fólki að fylgjast með því sem það borðar og passa að máltíðir séu rétt samsettar. Fyrir heilsuappið hafa hjónin skannað tólf þúsund matvörur og enn er að bætast í. Heilsuappið virkar síðan þannig að notendur skrá hvaða hráefni eru í máltíðinni sem fólk ætlar að borða og appið sér þá um að reikna út hitaeiningarnar. Sem hjónin segja mikla þörf á því oft telji fólk sig vera að gera rétt, en raunin sé önnur. „Þú velur kannski salat en áttar þig svo á því að salatið er 1.200 hitaeiningar þegar allar sósur, skraut og meðlæti er komið á diskinn,” segir Ingi Torfi og bætir við: Fyrir einstakling eins og mig sem er 46 ára og sit við tölvu allan daginn og er að reyna að létta mig aðeins, þá er þetta kannski 65% af því sem ég á að borða á einum degi og allt of mikið magn í einni máltíð.” Í heilsuappinu eru líka ýmis konar æfingamyndbönd og prógrömm, hugleiðslur, jóga, sögur sem leiða fólk inn í svefninn og fleira. Allt á einum stað og það sem meira er: Á íslensku. Oft hefur fólk talið Inga, Lindu, fjölskyldu og vini vera frá verðlagseftirliti ASÍ enda hafa þau nú þegar skannað um tólf þúsund matvörur í appið. Notendur LifeTrack skrá hráefnin sem eru í máltíðum og appið reiknar út hitaeiningarnar. Og greinlega þörf á því oft telur fólk mun færri hitaeiningar í máltíðum en í raun eru. Að hætta í megrun Ingi og Linda búa á Akureyri og eiga samtals þrjú börn: Karen Ósk 24 ára, Hafþór Ingi 17 ára og Ólöfu Braga 10 ára. Ingi er fæddur í Reykjavík 1978 en Linda er fædd 1988 og uppalin á Akureyri. Hreyfing hefur alla tíð verið mikilvægur liður í lífi Inga og Lindu. „Ég var sjúkur í fótbolta, fór síðan körfuna enda var hún mikið í tísku þegar Michael Jordan tímabilið var. Seinna meir fór ég í golfið og við stundum það bæði í dag,“ segir Ingi. „Ég var í fimleikum, fótbolta og á snjóbretti,“ segir Linda um æskuna. Crossfit fóru hjónin síðan að stunda síðar en því kynntist Linda í Svíþjóð árið 2010 og um svipað leyti kynntist Ingi Torfi Crossfitinu hérna heima. „Þá voru engar Crossfit stöðvar heldur fundum við bara æfingar á netinu og vorum að gera þetta sjálfir,“ segir Ingi um upphafsárin og sína helstu félaga. Hjónin eru sammála um að stjörnur eins og Annie Mist og Katrín Tanja hafi að miklu leyti rutt brautina og síðustu árin hefur hver Crossfit stöðin á fætur annarri opnað og það víða um land. Ég var samt alltaf í megrun og hef prófað alla kúra sem eru til. Lengst af feyktist maður bara eins og vindhani, það fór bara eftir því hver vindáttin var í hvaða kúr maður var. Og oftar en ekki var þetta líka þannig að maður var að banna sér hitt og þetta á virkum dögum en leyfa sér meira um helgar,“ segir Linda og hristir höfuðið. „Ég segi það sama: Hef prófað alla kúra og það fór bara eftir því hvað var í tísku hverju sinni í hvaða kúr maður var,“ segir Ingi. En þarf fólk sem er alltaf í ræktinni að vera í megrunarkúrum? „Fólk sem æfir mikið er alltaf að leita leiða til að bæta sig. Mataræði gegnir þar lykilhlutverki þannig að maður var alltaf í einhverjum kúr til að ná einhverri bætingu. En ekkert gekk,“ segir Ingi Torfi. Eða allt þar til hann kynntist hugmyndafræði Macros. Sem í stuttu máli gengur út á að borða rétt magn af næringu og vera meðvituð um hlutföll af næringarefnum: Kolvetnum, próteinum og fitu. Ingi Torfi byrjaði á því að lesa sér til um allt sem hann gat um Macros en endaði síðan með að fara á námskeið hjá amerískum þjálfara. „Þá er ég að verða fertugur og fólk fór að taka eftir því hvað ég var að ná svakalega góðum árangri. Því þetta einfaldlega virkar. Smátt og smátt bættist alltaf í þeim hópi sem var að leita til mín vegna þess að fólk var endalaust að glíma við það að ná ekki árangri.“ Ingi og Linda sögðu upp öruggum vinnum til að demba sér í reksturinn. Fljótlega eftir að þau byrjuðu með næringarþjálfunina var kominn margra mánaða biðlisti. Um tíma notuðu þau amerískt heilsuapp sem þó var flókið og hentaði illa fyrir íslenskan markað. En þá kviknaði á nýrri peru: Hvers vegna ekki að þróa íslenskt heilsuapp fyrir íslenska notendur?Vísir/Vilhelm Þegar allt varð vitlaust… Ingi og Linda eru bæði viðskiptafræðingar að mennt. Ingi starfaði áður sem fasteignasali en Linda vann í Arion banka. Bæði stunduðu þau Crossfit af kappi og þegar Ingi var kominn á fullt í Macros aðferðarfræðina, var Linda ein af þeim sem leituðu ráða. En þegar hópurinn stækkaði og stækkaði sem hafði áhuga á Macros, endaði Linda með að spyrja Inga: En hvers vegna rukkar þú ekki fyrir þetta? „Mér hafði ekki dottið það í hug en ákvað síðan að setja saman námskeið í mars 2020 og pósta auglýsingu um það á Instagram.“ Á fyrsta námskeiðinu voru fjórir viðskiptavinir en fyrr en varði var allt komið á fullt. „Fljótlega eftir að Covid skall á, vorum við komin með biðlista á námskeiðið fram í nóvember.“ Bíddu…. var ásóknin sumsé svo mikil að þið náðuð ekki að sinna henni? Já það varð eiginlega allt vitlaust. Fólk eins og Aron Can, Friðrik Dór, Katrín Edda og Gréta Salóme kom fljótt til okkar og það spurðist út. Síðan hjálpaði Covid líka því þá gat fólk ekki gert neitt nema farið út að labba, gert heimaæfingar og borðað heima hjá sér.“ En ekki nóg með það: Skötuhjúin ákváðu líka fljótt að segja upp öruggum störfum og demba sér á fullt í næringaráðgjöfina. Fyrirtækið ITS Macros varð til og brátt fóru viðskiptavinirnir að telja í þúsundum. Og jafnvel heilu liðin því í spjallinu heyrast hjónin tala um fótboltaliðin, júdókappana, meistaraflokka og svo mætti lengi telja. „Því margir sem eru í stífum æfingum þurfa alltaf að vera að passa sig á því að borða nóg. En þá líka að borða rétt,“ segir Ingi. Ingi og Linda voru lengi vel ekki að átta sig á að þau væru frumkvöðlar fyrr en einhver sagði það við þau. LifeTrack hefur að mestu verið fjármagnað af þeim sjálfum en appið hefur þó hlotið smærri nýsköpunarstyrki af landsbyggðinni. Öll fjölskyldan hefur tekið þátt í starfseminni, sem upphaflega var við eldhúsborðið en færðist síðan út í bílskúr. Heilsa Íslendinga í húfi Í upphafi var margt miklu flóknari en það er í dag. Ekki aðeins vann Ingi flotta og persónulega kynningu fyrir alla, heldur voru þau mörg excelskjölin sem hver og einn var með og þau hjónin að aðstoða síðan við að fylla út. Allir vigtuðu matinn sinn, sem hjónin segja ágætt fyrir þá sem vilja en alls ekki leið sem hentar öllum. Úr varð að til að liðsinna viðskiptavinunum fóru þau að nota stærsta heilsuapp í heimi: MyFitnesspal. „Í MyFitnessPal er búið að skanna rosalegt magn af matvörum en gallinn við þann gagnagrunn er að hann miðast við bandarískar matvöruverslanir og var því ekki að nýtast Íslendingum sem skildi. Því þótt þar væru vörur sem við þekkjum, geta vöruflokkarnir, umbúðir og annað verið mismunandi og þá þurfti lítið til að eitthvað væri ekki rétt útreiknað,“ segir Ingi og Linda bætir við: „Mælikvarðarnir voru líka flóknir. Til dæmis únsur (e. ounces) sem við notum ekki og fleira sem gerði það bara að verkum að fólki fannst þetta oft flókið og mikil vinna fór í það hjá okkur að vera að kenna fólki að nota þetta ameríska app.“ En þá kviknaði á nýrri peru: Af hverju ekki að búa til íslenskt app fyrir íslenska viðskiptavini? Til viðbótar við þær matvörur sem búið er að skanna í LifeTrack appið, bjuggu hjónin líka til 200 máltíðir fyrir notendur þannig að fólk geti séð fyrirfram næringarefni og hitaeiningar máltíðarinnar. Áhrifin hafa síðan verið keðjuverkandi. „Því fleiri sem komu til okkar, því meiri þrýstingur varð á veitingastaði að fara að gefa upp hitaeiningar og upplýsingar um næringarefnin í réttunum sínum. Nú er meira að segja svo komið að við vorum að veita Saffran LifeTrack vottun því staðurinn stendur sig mjög vel hvað varðar gæði, áreiðanleika og sýnileika næringarefna í hverjum rétti,“ segir Ingi og vísar þá til hitaeininga, kolvetna, próteins og fitu. Það er auðvelt að vinna yfir sig þegar fólk er í nýsköpun enda sýna rannsóknir að kulnun frumkvöðla er meiri en mælist í öðrum hópum. Hjónin eru þó í átaki núna og segjast nota heilsuappið sjálf til að ná heilsunni og komast aftur á rétt ról með æfingar og fleira. Eldhúsið, hjónabandið og heilsan Ingi og Linda viðurkenna að hafa lengi vel ekki áttað sig á því að þau kölluðust frumkvöðlar. „Ekki fyrr en einhver sagði það við okkur,“ segir Ingi og hjónin skella bæði upp úr. Smátt og smátt hefur þeim þó lærst að svo sannarlega eru þau að þróa einhverja góða nýjung. En er lífið þá bara vinna, vinna, vinna? Þögn. Hlátur. Smá vandræðagangur en síðan segir Ingi: „Tja, það má eiginlega segja að við séum að nota heilsuappið okkar til að bæta okkar eigin heilsu. Ekki bara mataræðið heldur líka svefn, að gera æfingar og svo framvegis. Það er svo auðvelt að gleyma sér í því að vinna og nú hefur mér lærst að kulnun frumkvöðla er víst hlutfallslega hærri en hjá öðrum hópum,“ segir Ingi og Linda bætir við: „Við erum að læra að setja okkur mörk. Að eftir klukkan eitthvað ákveðið á daginn þá má ekki lengur tala um vinnuna. Sem er erfitt. Sérstaklega fyrir Inga því hann á það til að fá milljón hugmyndir á dag,“ segir Linda og Ingi botnar setninguna með því að segja: „Ég er samt að standa mig ágætlega, ég er oft ekki að segja þér eitthvað fyrr en daginn eftir….“ „Já, já,“ svarar Linda en bætir við: „Það sem spilar inn í þetta líka er að við vöknum ekki á morgnana og förum eitthvað. Því í upphafi var vinnan okkar við eldhúsborðið heima og núna höfum við flutt hana út í bílskúr en við erum samt enn heima hjá okkur.“ En hvernig er að vera hjón sem vinna saman og eru í rekstri saman? „Okkur finnst það frábært!“ svara hjónin í kór. „Það spyrja okkur margir hvort þetta sé ekki erfitt. En okkur finnst það alls ekki,“ segir Linda og hlær. LifeTrack hefur hlotið styrki frá Lóu nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina og Uppbyggingarsjóði SSNE en er að öðru leyti fjármagnað alfarið af þeim sjálfum. En hvernig var að taka þessa ákvörðun: Að segja upp öruggri vinnu til að demba ykkur í þennan rekstur? „Það var stór ákvörðun. En við höfðum bara svo mikla tröllatrú á að þetta gæti gengið upp og það hefur alltaf drifið okkur áfram,“ svara hjónin. Það kostar 3.490 krónur að nota heilsuappið á mánuði og vonast hjónin eftir því að heilbrigðisyfirvöld fari að nota það líka; þá sé hægt að hjálpa fleirum og efla heilsulæsi Íslendinga. Að þróa appið hefur kallað á mikla seiglu en frá upphafi hafa Inga og Linda haft tröllatrú á verkefninu og eru því bjartsýn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Að nota appið kostar kr. 3490 á mánuði og ljóst að Inga og Lindu finnst mikið í mun að sem flestir nýti sér appið til að bæta úr heilsu og vellíðan. Ekki bara hvað varðar matinn heldur líka svo margt annað; Svo sem svefn og hreyfingu. Draumurinn er sá að læknar fari að nýta sér appið með sínum skjólstæðingum. Því það er ekki nóg að segja bara við fólk að það þurfi að breyta mataræðinu, taka vítamín, hætta að reykja og drekka áfengi og kaffi. Með útbreiddri notkun á svona heilsuappi myndi heilsulæsi Íslendinga einfaldlega aukast til muna.“ Hjónin segja nýsköpun og rekstur þó alltaf ákveðna áhættu. Fórnarkostnaðurinn sé mikill, ekki aðeins sé dýrt að þróa svona app heldur fylgi því mikil vinna. „Heilsuappið opnaði fyrir okkur mikinn ævinýraheim og viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum . Og þótt það sé búið að vera rosalega erfitt þá er líka búið að vera mjög gaman. Sem betur fer höfum við haft kjark til að halda áfram og það vonandi fer að skilar sér núna.“
Heilsa Nýsköpun Akureyri Tækni Starfsframi Geðheilbrigði Matur Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
„Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01