Samstarf

Gatna­mótin opin á ný við Fjarðar­kaup

Fjarðarkaup
Nú hafa gatnamótin við Fjarðarkaup verið opnuð á ný eftir framkvæmdir og orðið þægilegt að koma við í versluninni.
Nú hafa gatnamótin við Fjarðarkaup verið opnuð á ný eftir framkvæmdir og orðið þægilegt að koma við í versluninni.

„Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir.

Jólaundirbúningur á fullu skriði

„Jólatíminn er einn sá skemmtilegasti hjá Fjarðarkaupum og við hlökkum til að taka á móti öllum í notalegu og hátíðlegu andrúmslofti. Í aðdraganda jóla verður mikið um að vera í versluninni, fjölbreyttar kynningar, tilboð og skemmtilegar heimsóknir frá jólasveininum og fleira,“ segir Ingibjörg en það er fyrir löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra að heimsækja Fjarðarkaup.

„Þótt verslunin sé staðsett í Hafnarfirði, fáum við gesti víða að af landinu yfir jólin. Fyrir fjölmarga er það orðin föst jólahefð að koma í Fjarðarkaup, versla jólagjafir og gera jóla innkaupin hjá okkur," segir Ingibjörg, verslunin hafi skapað sér nafn fyrir afar breitt vöruúrval og einstaka stemningu. 

Við erum þekkt fyrir heimilislegt andrúmsloft, frábæra þjónustu og skemmtilega stemningu sem gerir heimsóknina að hluta af jólunum sjálfum.

Allt milli himins og jarðar undir einu þaki

„Í Fjarðarkaupum finnur þú fjölbreytt og vandað vöruúrval. Mikið úrval af gjafavörum. Fatnaði, jólanáttföt, íslenska kjöt-og fiskborðið okkar, prjónadeildin okkar Rokka og ein stærsta heilsuvörudeild landsins, enda mikilvægt að huga að heilsunni líka í desember.

„Jólin eru stórt og mikilvægt tímabil fyrir okkur og okkar viðskiptavini. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur öllum og gera jólaheimsóknina eins notalega og einstaka og hægt er," segir Ingibjörg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×