„Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 07:02 Á næsta ári mun Creditinfo taka út þau fyrirtæki í hópi framúrskarandi fyrirtækja sem ekki uppfylla lög um kynjakvóta í stjórnum. Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, segir enn halla allt of mikið á konur þegar kemur að forystustörfum og fjármagni. Vísir/Vilhelm „Jú, við erum svolítið gjörn á það,“ svarar Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, aðspurð um það, hvort við sem samfélag eigum það svolítið til að fara strax í „erum best í heimi“ viðhorfið. „Jafnréttisparadís, og allt það,“ nefnir Hrefna sem dæmi um orðanotkun okkar Íslendinga; talandi um okkar eigið ágæti! Umræðuefnið er staða kvenna í forystustörfum á vinnumarkaði en Creditinfo er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í Jafnvægisvog FKA; verkefni sem ætlað er að stuðla að 40:60 hlutfalli kvenna og karla í æðstu stjórnendastörfum. „Vissulega höfum við náð gríðarlega miklum árangri víða. Það á sérstaklega við á þeim stöðum sem eru áberandi í fréttum; stjórnendastörf sem eru mjög sýnileg.“ Hrefna nefnir þar sérstaklega Alþingi, ríkisstjórnina og jafnvel kirkjuna. „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós að mikið vantar upp á enn. Því hvernig er samfélaginu í raun stjórnað? Það liggur mikið vald í fjármagninu; í því hvert fjármagninu er beint og þar sem peningarnir eru, hallar verulega á konurnar.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, verður fjallað um stöðu kynja á vinnustöðum, með Jafnvægisvog FKA í huga. Peningarnir og valdið Haustið 2017 skrifuðu FKA og stjórnvöld undir samning um nýtt mælitæki fyrir atvinnulífið: Jafnvægisvog FKA. Verkefninu var ætlað að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Til liðs við verkefnið gengu Deloitte, Creditinfo, Sjóvá, Pipar/TBWA og nú RÚV og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einnig. Verkefnið er enn unnið í samstarfi við stjórnvöld, þar sem dómsmálaráðuneytið fer fyrir samstarfinu við FKA, sem leiðir verkefnið. Alls hafa 253 vinnustaðir skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogar FKA um að ætla að stuðla að 40:60 hlutfallinu innanborðs hjá sér. Hins vegar sýna tölur Jafnvægisvogarinnar að það sem upphaflega átti að vera markmið fyrir árið 2027, mun ekki verða að veruleika fyrr en í fyrsta lagi árið 2048. „Þetta gengur afar hægt,“ segir Hrefna um þá staðreynd. Í tölum Jafnvægisvogar FKA má sjá að hlutfall nýráðinna kvenna í æðstu stjórnendastöður er um 25%. Karlmenn eru ráðnir í 75% tilvika. „Þetta þýðir að kynjakvótalögin sem tóku gildi 2013 hafa ekki virkað eins og vonir stóðu til um; áhrifin hafa ekki hríslast niður í skipulaginu þótt konur séu 40% hlutfall stjórnarmanna,“ segir Hrefna en bætir líka við. „Frá árinu 2010 hef ég samt fylgst sérstaklega með því hvernig hlutföll kynjanna hefur verið þegar kemur að fjármagninu sjálfu. Því þá var ég orðin framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum,“ segir Hrefna og bætir við: Á þeim tíma var hlutfall kvenna sem stýrðu stofnanafé um 7–8%. Í dag er þetta hlutfall um 15% þannig að konur eru í alltof litlum mæli að stýra fjármagninu. Sem þó er það sem hefur mest að segja. Því í raun er samfélaginu stjórnað með peningum.“ Frá árinu 2010 hefur Hrefna fylgst sérstaklega með því hvernig kynjahlutföllin eru þar sem fjármagnið er. Því á þeim tíma sem hún hóf störf sem framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum var hlutfall kvenna sem stýrðu stofnanafé um 7-8%. Nú er það 15% sem Hrefna segir allt of lágt hlutfall; samfélaginu sé stjórnað af peningum.Vísir/Vilhelm Fyrirmyndir: Hverjir standa sig vel? Fædd árið 1969 er Hrefna af þeirri kynslóð sem hóf sinn fullorðinsferil í atvinnulífinu án þess að nokkuð væri talað um jafnrétti kynja. Hvað þá í stjórnendastörfum! „En ég var samt heppin því ég byrjaði fljótlega eftir viðskiptafræðina í háskólanum hjá verðbréfafyrirtæki og fékk þar mörg góð tækifæri,“ segir Hrefna og rifjar þar með upp þegar hún hóf störf hjá verðbréfafyrirtækinu Skandia sem síðar varð Fjárvangur og enn síðar rann inn í Kaupþing. Þegar Hrefna rifjar upp starfstækifærin sem hún fékk um og upp úr 1994, þá ung kona nýbúin úr viðskiptafræði í Háskóla Íslands, er ljóst að tölurnar sem Creditinfo staðfestir í dag eiga fyrir alvöru alltaf við: að konur gefa öðrum konum frekar tækifæri. „Jafn óalgengt og það var á þessum tíma, var ég þó að vinna hjá verðbréfafyrirtæki sem var stýrt af konu,“ segir Hrefna og vísar þar til yfirmanns síns, Brynhildar Sverrisdóttur, sem hún segir jafnframt hafa verið sína fyrstu fyrirmynd í vinnu. „Talandi um fyrirmyndir má líka velta fyrir sér: hverjar eru helstu fyrirmyndir fyrirtækja í atvinnulífinu? Það eru oft skráðu félögin því þetta eru fyrirtækin sem eru oftar í fréttum, fá meiri athygli. En þar er staðan ekki nógu góð. Fáar konur eru forstjórar og í sumum þessara félaga eru framkvæmdastjórnirnar einsleitar; eingöngu með karlmönnum.“ Hrefna gagnrýnir lífeyrissjóðina en hrósar þó framtaki Gildis á dögunum. „Hérna finnst mér lífeyrissjóðirnir geta gengið miklu harðar fram. Því þeir eru svo stórir hluthafar í skráðu félögunum en hafa alls ekki verið að beita sér. Fyrir utan Gildi, sem beitir sér markvisst fyrir málefninu samkvæmt nýrri hluthafastefnu sem sjóðurinn kynnti á dögunum.“ Annað sem Hrefna segir mega deila á, er hversu langt á eftir stjórnvöld eiga það til að vera með eftirfylgni með þeim lögum sem sett eru. „Þótt kynjakvótalögin hafi tekið gildi 2013, eru engin viðurlög gegn því að brjóta lögin,“ segir Hrefna en bætir við: „Úr þessu ætlum við reyndar að bæta sjálf. Því nýverið tilkynnti Creditinfo þeim fyrirtækjum sem eru á lista yfir framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi að frá og með árinu 2026 verður þeirri breytu bætt við í síuna að fyrirtæki sem eru ekki að fylgja eftir þessum lögum, detta sjálfkrafa af listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækin hafa því heilt ár til að gera þær breytingar sem þarf til að uppfylla skilyrði þessara laga.“ Hrefna segir ekki aðeins davistunarmál geta haft áhrif á kynjajafnrétti í atvinnulífinu. Öldrunarmál hafi áhrif líka, oft séu það konur sem taki frekar en karlar á sig það hlutverk að sjá um aldraða foreldra þegar þess þarf.Vísir/Vilhelm Bakslag: Öldrunarmálin dæmi um áhrif Það er ákveðin þreyta og jafnvel bakslag í baráttunni um jafnrétti. Hrefna segist því hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni því það sem hefur áunnist hefur allt verið með baráttu sem tók langan tíma. „Þróunin er svakalega hæg. Sem dæmi má nefna að engin kona stýrir hlutabréfasjóði, engin kona stýrir verðbréfafyrirtæki og hjá 22 lífeyrissjóðum eru aðeins tvær konur framkvæmdastjórar. Þetta er bakslag því þarna eru dæmi um forystustörf þar sem konum hefur fækkað.“ Þá má benda á að í dag er hlutfall kvenna í nýráðningum stjórnenda 27%; karlar eru ráðnir í 73% tilvika. En er þetta kannski bara úrelt: er ekki verið að tala um meiri fjölbreytileika nú, ekki bara konur og karla heldur líka innflytjendur, fleiri kyn og svo framvegis? „Nei þvert á móti finnst mér jafnrétti enn mikilvægari nú!“ svarar Hrefna þá og bætir við: „Jafnrétti hefur aldrei verið meira áríðandi en einmitt nú. Þar sem við þurfum að læra að jafnrétti snýst þá um öll kyn, allan aldur, alla hópa og svo framvegis. Jafnrétti snýst um mannréttindi og engir hópar undanskildir þeim.“ Hrefna segir ekki aðeins dagvistun barna vera málaflokk sem hefur bein áhrif á jafnrétti og tækifæri kvenna til stjórnunarstarfa. „Ég vil nefna öldrunarmálin líka. Því eitt af því sem ég upplifi svolítið í kringum mig er að eftir því sem foreldrar eldast og þurfa mögulega meiri umönnun, því algengara er það að konur dragi sig meira í hlé því þær taka frekar þetta hlutverk að sér en karlar.“ Þá segir Hrefna að enn eigi konur langt í land með að selja sig á sama hátt og karlmenn. Það sem þrjátíu ára stjórnunarferill hefur kennt mér er að í atvinnuviðtölum við konur og launaviðtölum við konur, þarf maður að stíga miklu meira inn í samtalið og passa upp á að konur segi allt sem þær geti sagt um sjálfan sig eða stígi fastar í fætur með launakröfur.“ Í þessum efnum sé reynsla Hrefnu sú að himinn og haf geti verið á milli kvenna og karla. Hrefna segir heimilin líka mega horfa sér nær. Sjálf komi hún úr mjög femínskum bakgrunni. Sé alin upp af jafnréttissinnum og heima hjá henni hafi alltaf ríkt mikið jafnrétti. „Ég held að þetta hafi gefið mér það að ég var hugrakkari en ella að fara inn í mjög karlægan geira sem verðbréfageirinn var á sínum tíma. Og þótt ég hafi svo sem byrjað á því að falla í þær gryfjur að reyna að vera eins og kallarnir; tala eins og þeir, hegða mér eins og þeir og svo framvegis, held ég að uppeldið hafi tryggt mér það að gefa aldrei afslátt af gildunum mínum.“ Það hafi nýst henni vel á farsælum starfsferli. Hrefna hvetur vinnustaði til að taka þátt í Jafnvægisvog FKA en gera það af heilum hug. „Eitt af því sem Jafnvægisvog FKA hefur skilað er að við erum orðin mun betri í því að safna gögnum um þessi mál en áður. Og eitt af því sem við erum að bæta við í gagnaöflunina núna eru upplýsingar um stjórnendastörf sem eru næst á eftir æðstu stöðunum. Þessi gögn eru enn í vinnslu en ég get alveg sagt frá því strax að það sem er að koma út úr þeirri vinnu er alls ekki nógu gott.“ Jafnréttismál Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. 12. október 2023 07:01 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
„Jafnréttisparadís, og allt það,“ nefnir Hrefna sem dæmi um orðanotkun okkar Íslendinga; talandi um okkar eigið ágæti! Umræðuefnið er staða kvenna í forystustörfum á vinnumarkaði en Creditinfo er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í Jafnvægisvog FKA; verkefni sem ætlað er að stuðla að 40:60 hlutfalli kvenna og karla í æðstu stjórnendastörfum. „Vissulega höfum við náð gríðarlega miklum árangri víða. Það á sérstaklega við á þeim stöðum sem eru áberandi í fréttum; stjórnendastörf sem eru mjög sýnileg.“ Hrefna nefnir þar sérstaklega Alþingi, ríkisstjórnina og jafnvel kirkjuna. „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós að mikið vantar upp á enn. Því hvernig er samfélaginu í raun stjórnað? Það liggur mikið vald í fjármagninu; í því hvert fjármagninu er beint og þar sem peningarnir eru, hallar verulega á konurnar.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, verður fjallað um stöðu kynja á vinnustöðum, með Jafnvægisvog FKA í huga. Peningarnir og valdið Haustið 2017 skrifuðu FKA og stjórnvöld undir samning um nýtt mælitæki fyrir atvinnulífið: Jafnvægisvog FKA. Verkefninu var ætlað að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Til liðs við verkefnið gengu Deloitte, Creditinfo, Sjóvá, Pipar/TBWA og nú RÚV og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einnig. Verkefnið er enn unnið í samstarfi við stjórnvöld, þar sem dómsmálaráðuneytið fer fyrir samstarfinu við FKA, sem leiðir verkefnið. Alls hafa 253 vinnustaðir skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogar FKA um að ætla að stuðla að 40:60 hlutfallinu innanborðs hjá sér. Hins vegar sýna tölur Jafnvægisvogarinnar að það sem upphaflega átti að vera markmið fyrir árið 2027, mun ekki verða að veruleika fyrr en í fyrsta lagi árið 2048. „Þetta gengur afar hægt,“ segir Hrefna um þá staðreynd. Í tölum Jafnvægisvogar FKA má sjá að hlutfall nýráðinna kvenna í æðstu stjórnendastöður er um 25%. Karlmenn eru ráðnir í 75% tilvika. „Þetta þýðir að kynjakvótalögin sem tóku gildi 2013 hafa ekki virkað eins og vonir stóðu til um; áhrifin hafa ekki hríslast niður í skipulaginu þótt konur séu 40% hlutfall stjórnarmanna,“ segir Hrefna en bætir líka við. „Frá árinu 2010 hef ég samt fylgst sérstaklega með því hvernig hlutföll kynjanna hefur verið þegar kemur að fjármagninu sjálfu. Því þá var ég orðin framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum,“ segir Hrefna og bætir við: Á þeim tíma var hlutfall kvenna sem stýrðu stofnanafé um 7–8%. Í dag er þetta hlutfall um 15% þannig að konur eru í alltof litlum mæli að stýra fjármagninu. Sem þó er það sem hefur mest að segja. Því í raun er samfélaginu stjórnað með peningum.“ Frá árinu 2010 hefur Hrefna fylgst sérstaklega með því hvernig kynjahlutföllin eru þar sem fjármagnið er. Því á þeim tíma sem hún hóf störf sem framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum var hlutfall kvenna sem stýrðu stofnanafé um 7-8%. Nú er það 15% sem Hrefna segir allt of lágt hlutfall; samfélaginu sé stjórnað af peningum.Vísir/Vilhelm Fyrirmyndir: Hverjir standa sig vel? Fædd árið 1969 er Hrefna af þeirri kynslóð sem hóf sinn fullorðinsferil í atvinnulífinu án þess að nokkuð væri talað um jafnrétti kynja. Hvað þá í stjórnendastörfum! „En ég var samt heppin því ég byrjaði fljótlega eftir viðskiptafræðina í háskólanum hjá verðbréfafyrirtæki og fékk þar mörg góð tækifæri,“ segir Hrefna og rifjar þar með upp þegar hún hóf störf hjá verðbréfafyrirtækinu Skandia sem síðar varð Fjárvangur og enn síðar rann inn í Kaupþing. Þegar Hrefna rifjar upp starfstækifærin sem hún fékk um og upp úr 1994, þá ung kona nýbúin úr viðskiptafræði í Háskóla Íslands, er ljóst að tölurnar sem Creditinfo staðfestir í dag eiga fyrir alvöru alltaf við: að konur gefa öðrum konum frekar tækifæri. „Jafn óalgengt og það var á þessum tíma, var ég þó að vinna hjá verðbréfafyrirtæki sem var stýrt af konu,“ segir Hrefna og vísar þar til yfirmanns síns, Brynhildar Sverrisdóttur, sem hún segir jafnframt hafa verið sína fyrstu fyrirmynd í vinnu. „Talandi um fyrirmyndir má líka velta fyrir sér: hverjar eru helstu fyrirmyndir fyrirtækja í atvinnulífinu? Það eru oft skráðu félögin því þetta eru fyrirtækin sem eru oftar í fréttum, fá meiri athygli. En þar er staðan ekki nógu góð. Fáar konur eru forstjórar og í sumum þessara félaga eru framkvæmdastjórnirnar einsleitar; eingöngu með karlmönnum.“ Hrefna gagnrýnir lífeyrissjóðina en hrósar þó framtaki Gildis á dögunum. „Hérna finnst mér lífeyrissjóðirnir geta gengið miklu harðar fram. Því þeir eru svo stórir hluthafar í skráðu félögunum en hafa alls ekki verið að beita sér. Fyrir utan Gildi, sem beitir sér markvisst fyrir málefninu samkvæmt nýrri hluthafastefnu sem sjóðurinn kynnti á dögunum.“ Annað sem Hrefna segir mega deila á, er hversu langt á eftir stjórnvöld eiga það til að vera með eftirfylgni með þeim lögum sem sett eru. „Þótt kynjakvótalögin hafi tekið gildi 2013, eru engin viðurlög gegn því að brjóta lögin,“ segir Hrefna en bætir við: „Úr þessu ætlum við reyndar að bæta sjálf. Því nýverið tilkynnti Creditinfo þeim fyrirtækjum sem eru á lista yfir framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi að frá og með árinu 2026 verður þeirri breytu bætt við í síuna að fyrirtæki sem eru ekki að fylgja eftir þessum lögum, detta sjálfkrafa af listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækin hafa því heilt ár til að gera þær breytingar sem þarf til að uppfylla skilyrði þessara laga.“ Hrefna segir ekki aðeins davistunarmál geta haft áhrif á kynjajafnrétti í atvinnulífinu. Öldrunarmál hafi áhrif líka, oft séu það konur sem taki frekar en karlar á sig það hlutverk að sjá um aldraða foreldra þegar þess þarf.Vísir/Vilhelm Bakslag: Öldrunarmálin dæmi um áhrif Það er ákveðin þreyta og jafnvel bakslag í baráttunni um jafnrétti. Hrefna segist því hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni því það sem hefur áunnist hefur allt verið með baráttu sem tók langan tíma. „Þróunin er svakalega hæg. Sem dæmi má nefna að engin kona stýrir hlutabréfasjóði, engin kona stýrir verðbréfafyrirtæki og hjá 22 lífeyrissjóðum eru aðeins tvær konur framkvæmdastjórar. Þetta er bakslag því þarna eru dæmi um forystustörf þar sem konum hefur fækkað.“ Þá má benda á að í dag er hlutfall kvenna í nýráðningum stjórnenda 27%; karlar eru ráðnir í 73% tilvika. En er þetta kannski bara úrelt: er ekki verið að tala um meiri fjölbreytileika nú, ekki bara konur og karla heldur líka innflytjendur, fleiri kyn og svo framvegis? „Nei þvert á móti finnst mér jafnrétti enn mikilvægari nú!“ svarar Hrefna þá og bætir við: „Jafnrétti hefur aldrei verið meira áríðandi en einmitt nú. Þar sem við þurfum að læra að jafnrétti snýst þá um öll kyn, allan aldur, alla hópa og svo framvegis. Jafnrétti snýst um mannréttindi og engir hópar undanskildir þeim.“ Hrefna segir ekki aðeins dagvistun barna vera málaflokk sem hefur bein áhrif á jafnrétti og tækifæri kvenna til stjórnunarstarfa. „Ég vil nefna öldrunarmálin líka. Því eitt af því sem ég upplifi svolítið í kringum mig er að eftir því sem foreldrar eldast og þurfa mögulega meiri umönnun, því algengara er það að konur dragi sig meira í hlé því þær taka frekar þetta hlutverk að sér en karlar.“ Þá segir Hrefna að enn eigi konur langt í land með að selja sig á sama hátt og karlmenn. Það sem þrjátíu ára stjórnunarferill hefur kennt mér er að í atvinnuviðtölum við konur og launaviðtölum við konur, þarf maður að stíga miklu meira inn í samtalið og passa upp á að konur segi allt sem þær geti sagt um sjálfan sig eða stígi fastar í fætur með launakröfur.“ Í þessum efnum sé reynsla Hrefnu sú að himinn og haf geti verið á milli kvenna og karla. Hrefna segir heimilin líka mega horfa sér nær. Sjálf komi hún úr mjög femínskum bakgrunni. Sé alin upp af jafnréttissinnum og heima hjá henni hafi alltaf ríkt mikið jafnrétti. „Ég held að þetta hafi gefið mér það að ég var hugrakkari en ella að fara inn í mjög karlægan geira sem verðbréfageirinn var á sínum tíma. Og þótt ég hafi svo sem byrjað á því að falla í þær gryfjur að reyna að vera eins og kallarnir; tala eins og þeir, hegða mér eins og þeir og svo framvegis, held ég að uppeldið hafi tryggt mér það að gefa aldrei afslátt af gildunum mínum.“ Það hafi nýst henni vel á farsælum starfsferli. Hrefna hvetur vinnustaði til að taka þátt í Jafnvægisvog FKA en gera það af heilum hug. „Eitt af því sem Jafnvægisvog FKA hefur skilað er að við erum orðin mun betri í því að safna gögnum um þessi mál en áður. Og eitt af því sem við erum að bæta við í gagnaöflunina núna eru upplýsingar um stjórnendastörf sem eru næst á eftir æðstu stöðunum. Þessi gögn eru enn í vinnslu en ég get alveg sagt frá því strax að það sem er að koma út úr þeirri vinnu er alls ekki nógu gott.“
Jafnréttismál Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. 12. október 2023 07:01 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
„Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02
Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01
Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. 12. október 2023 07:01
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00