Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 14:39 Haukar eru afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í kringum leik liðsins gegn ÍBV í Powerade-bikarnum. vísir/Hulda Margrét Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð HSÍ í kjölfar leiks liðsins gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta. Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Haukar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn ÍBV í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í nóvember á síðasta ári og ættu því að vera að leika um sæti í úrslitahelginni þessa helgina. Haukar töpuðu hins vegar í tvígang kæru vegna framkvæmdar leiksins. Fyrst fyrir dómstól HSÍ og svo fyrir áfrýjunardómstól. Eftir 37-29 sigur Hauka kærði ÍBV leikinn og kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Ófagleg vinnubrögð HSÍ „Niðurstaða dómstóla HSÍ vegna bikarleiks Hauka og ÍBV 2024 voru Haukum mikil vonbrigði, bæði í ljósi þess að Haukar unnu sannfærandi sigur gegn ÍBV og vegna þess að vinnubrögð HSÍ þykja ófagleg,“ segir í upphafi yfirlýsingar Hauka, sem send er út sama dag og ÍBV tekur á móti FH í átta liða úrslitum bikarsins. „HSÍ tók enga ábyrgð á bilunum í kerfi sem félög þurfa að nota, enga ábyrgð á reglum sem ganga þvert á aðrar reglur, enga ábyrgð á því að eftirlitsmaður á þeirra vegum mætti seint á tæknifund og að hann sinnti ekki sínum skyldum fyrir leikinn.“ „Dómstólar HSÍ drógu málsmeðferð óhóflega og þykir Haukum miður að dómarar áfrýjunardómstóls hafi ekki séð ástæðu til þess að málið hafi verið flutt munnlega og vitnaleiðslur farið fram í jafn mikilvægu máli, en þess í stað notað hugleiðingar eins og “virtist” og “bera með sér” til að komast að niðurstöðu.“ Ýmis dæmi um ósamræmi Þá segja Haukar að það sé ýmislegt sem bendi til þess að lög, reglur og leiðbeiningar HSÍ hafi ekki verið yfirfarnar af lögfaglærðum einstaklingum. Ýmis dæmi séu um ósamræmi innan þeirra. „Lög, reglur og leiðbeiningar handknattleikssambandsins bera þess merki að vera ekki yfirfarnar af löglærðum þar sem ýmis dæmi eru um ósamræmi innan þeirra. Umræddur málarekstur ber merki um það, þar sem ein regla er látin gilda en aðrar hunsaðar.“ Haukar segja enn fremur að allar orsakir sem hafi valdið því að leikskýrsla hafi ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi verið utan valdsviðs Hauka, þeir einu sem beri skaðann séu leikmenn Hauka og að eftirmálarnir séu skammarlegir. „Allar orsakir sem ollu því að leikskýrsla var ekki tilbúin fyrr en 50 mín fyrir leik voru fyrir utan valdsvið Hauka. Mæting annara eða það að forritið sem leikskýrslur er slegnar inn í visti ekki það sem slegið er inn (um það eru mýmörg önnur dæmi) ætti ekki að vera á ábyrgð Hauka.“ „Þeir einu sem bera skarðan hlut frá borði eru leikmenn Hauka sem unnu heiðarlegan og sannfærandi 8 marka sigur á ÍBV. Eftirmálarnir eru hins vegar skammarlegir og ekki í samræmi við tilgang reglna eða hvar leikir skulu vinnast.“ Haukar segja einnig að staðreyndirnar tali sínu máli og þylja svo upp ýmis atriði sem þeim þótti mega fara betur í aðdraganda leiksins og hafi valdið því að leikskýrslan skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Yfirlýsinguna í heild sinni, og staðreyndir Hauka, má lesa á heimasíðu félagsins með því að smella hér.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira