Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:32 Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Málefni trans fólks Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun