Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 11:39 Guðmundur Ari er nýr á þinginu og hann furðar sig á viðbrögðum Sjálfstæðismanna, hann hefur aldrei vitað til þess að fólk slægi eign sinni á opinber rými. vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira