Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar 30. janúar 2025 09:31 Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi. Nútíminn hefur fært okkur heim sanninn um: „Að betur vinnur vit en strit“ svo vitnað sé í annað máltæki. Gildi bóklesturs fyrir heilabúið: „Í dag lesandi, á morgun leiðtogi,“ sagði Margaret Fuller (1810-1850). Bækur stuðla að þroska, persónuþróun og símenntun, hvort sem um er að ræða fræðibækur eða skáldsögur, og eru æfing sem styrkir hugræna færni okkar. Lestur eflir orðaforða, málskynjun og málþroska, sem útvíkkar hugmyndaheiminn og breytir upplifun okkar af veröldinni. Leiðtogar lesa! Með reglulegum lestri geturðu komist í fremstu röð í þínu nærumhverfi innan árs og í heimsklassa á áratug, eins og fyrirlesarinn og Íslandsvinurinn Brian Tracy bendir á og klikkir svo út með: „Enginn getur stöðvað þig nema þú sjálf(ur).“ Charlie Munger (1924-2023), samstarfsmaður Warren Buffett, sagði: „Alla mína ævi hef ég ekki þekkt neinn með viti sem er ekki sílesandi. Engan. Ekki neinn!“ Þessi orð undirstrika mikilvægi stöðugs lesturs til að þroska hugann og þróa þekkingu. Fræðibækur bæta vitneskju, skáldsögur útvíkka hugmyndaheiminn, og ljóð bæta hrynjanda tungunnar og göfga sálina. Allt þetta eflir okkur, eykur starfsgetu og bætir samskiptafærni. Gerir okkur að betri manneskjum. Lestur þjálfar hugann: Lestur þjálfar einbeitingu og athygli, sem er mikilvæg færni í truflandi nútímasamfélagi. Með því að sökkva okkur í sögur og hugmyndir þjálfum við ímyndunaraflið og tengjum saman upplýsingar á nýjan hátt. Þetta eykur ekki aðeins skilning okkar á heiminum, heldur einnig hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið og leysa vandamál—grundvallarhæfni fyrir ákvarðanatöku og úrlausn áskorunarefna í daglegu lífi. „Sá sem les ekki hefur enga yfirburði yfir þann sem getur ekki lesið,“ sagði Mark Twain (1835-1910). Efling samkenndar og tilfinningagreindar: Skáldverk hjálpa lesendum að skilja sjónarhorn og tilfinningar annarra sem stuðlar að meiri samkennd og tilfinningagreind. Með því að setja okkur í spor persóna í sögum og öðlast skilning á fjölbreytileika mannlegrar tilveru, lærum við að setja okkur í spor annarra og skilja mismunandi sjónarhorn, sem bætir tilfinningagreind okkar. Fræðibækur bæta persónulegan vöxt og vitræna getu og gera lestur að öflugu tæki fyrir sjálfsþroska. Með því að læra af reynslu annarra getum við bætt okkur á nær öllum sviðum lífsins. Lífið er of stutt til að læra bara af mistökum sínum. Uppsöfnuð þekking og viska kynslóðanna varða greiða örugga leið framhjá torfærum og í humátt að tækifærum framtíðar. Gerðu lestur að daglegri venju: Margir eiga erfitt með að finna tíma til að lesa í samfélagi með auknum skjátíma en lausnin er að gera lestur að daglegri venju. Byrjaðu með 10 mínútum á dag og auktu svo smám saman. Veldu efni sem vekur áhuga þinn á að halda áfram, eitthvað sem fangar forvitni og athygli þína. Mundu að það er líka í lagi að leggja frá sér bók ef hún höfðar ekki til þín. Sumar bækur eiga ekki erindi fyrr en á ákveðnum stað á lífsleiðinni og þá er ágætt að eiga þær uppi í hillu til að grípa til. Ef einbeiting er vandamál getur verið gagnlegt að finna rólegan stað til að lesa eða nýta sér hljóðbækur. Einfaldasta ráðið til að allt að tvöfalda lestrarhraða er að fylgja línunni með fingri eða penna. Ósjálfráðar augnhreyfingar verða til þess að við marglesum hvert orð en með því að fylgja textanum eftir þá minnkar sú tilhneiging þar til hjálpartæki verður óþarft. Lesfærni er eins og hver annar eiginleiki sem við getum þjálfað og tileinkað okkur. Hvort sem þú lest á morgnana eða kvöldin, þá er lestur sem hluti af daglegri rútínu líklega eitt það allra besta og gagnlegasta sem þú getur tileinkað þér. Heilsubætandi áhrif lesturs: Rannsóknir hafa sýnt að reglulegur lestur getur seinkað hrörnun heilans og dregið úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimers. Bóklestur örvar heilastarfsemina, eykur orðaforða og bætir minnið. „Lestur er fyrir hugann það sem æfing er fyrir líkamann,“sagði Joseph Addison (1672-1719). Orð eru til alls fyrst: Í nútímasamfélagi er þekking og þjálfaður hugur verðmætasta auðlindin. Bækur eru frábær uppspretta þekkingar á fjölbreyttum sviðum, sem stuðlar beint að persónulegum vexti og símenntun. Með hverri bók sem við lesum bætum við þekkingu okkar og skilning á heiminum. Þetta gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir, vera skapandi og tengjast öðrum á dýpri hátt. „Bókvitið verður í askana látið!“ Látum þessi orð vera hvatningu til okkar allra. Með því að gera lestur að ómissandi hluta af daglegu lífi okkar getum við orðið vitrari, meðvitaðri og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir lífsins og grípa þau tækifæri sem það færir okkur. Enginn getur stöðvað okkur nema við sjálf. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi. Nútíminn hefur fært okkur heim sanninn um: „Að betur vinnur vit en strit“ svo vitnað sé í annað máltæki. Gildi bóklesturs fyrir heilabúið: „Í dag lesandi, á morgun leiðtogi,“ sagði Margaret Fuller (1810-1850). Bækur stuðla að þroska, persónuþróun og símenntun, hvort sem um er að ræða fræðibækur eða skáldsögur, og eru æfing sem styrkir hugræna færni okkar. Lestur eflir orðaforða, málskynjun og málþroska, sem útvíkkar hugmyndaheiminn og breytir upplifun okkar af veröldinni. Leiðtogar lesa! Með reglulegum lestri geturðu komist í fremstu röð í þínu nærumhverfi innan árs og í heimsklassa á áratug, eins og fyrirlesarinn og Íslandsvinurinn Brian Tracy bendir á og klikkir svo út með: „Enginn getur stöðvað þig nema þú sjálf(ur).“ Charlie Munger (1924-2023), samstarfsmaður Warren Buffett, sagði: „Alla mína ævi hef ég ekki þekkt neinn með viti sem er ekki sílesandi. Engan. Ekki neinn!“ Þessi orð undirstrika mikilvægi stöðugs lesturs til að þroska hugann og þróa þekkingu. Fræðibækur bæta vitneskju, skáldsögur útvíkka hugmyndaheiminn, og ljóð bæta hrynjanda tungunnar og göfga sálina. Allt þetta eflir okkur, eykur starfsgetu og bætir samskiptafærni. Gerir okkur að betri manneskjum. Lestur þjálfar hugann: Lestur þjálfar einbeitingu og athygli, sem er mikilvæg færni í truflandi nútímasamfélagi. Með því að sökkva okkur í sögur og hugmyndir þjálfum við ímyndunaraflið og tengjum saman upplýsingar á nýjan hátt. Þetta eykur ekki aðeins skilning okkar á heiminum, heldur einnig hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið og leysa vandamál—grundvallarhæfni fyrir ákvarðanatöku og úrlausn áskorunarefna í daglegu lífi. „Sá sem les ekki hefur enga yfirburði yfir þann sem getur ekki lesið,“ sagði Mark Twain (1835-1910). Efling samkenndar og tilfinningagreindar: Skáldverk hjálpa lesendum að skilja sjónarhorn og tilfinningar annarra sem stuðlar að meiri samkennd og tilfinningagreind. Með því að setja okkur í spor persóna í sögum og öðlast skilning á fjölbreytileika mannlegrar tilveru, lærum við að setja okkur í spor annarra og skilja mismunandi sjónarhorn, sem bætir tilfinningagreind okkar. Fræðibækur bæta persónulegan vöxt og vitræna getu og gera lestur að öflugu tæki fyrir sjálfsþroska. Með því að læra af reynslu annarra getum við bætt okkur á nær öllum sviðum lífsins. Lífið er of stutt til að læra bara af mistökum sínum. Uppsöfnuð þekking og viska kynslóðanna varða greiða örugga leið framhjá torfærum og í humátt að tækifærum framtíðar. Gerðu lestur að daglegri venju: Margir eiga erfitt með að finna tíma til að lesa í samfélagi með auknum skjátíma en lausnin er að gera lestur að daglegri venju. Byrjaðu með 10 mínútum á dag og auktu svo smám saman. Veldu efni sem vekur áhuga þinn á að halda áfram, eitthvað sem fangar forvitni og athygli þína. Mundu að það er líka í lagi að leggja frá sér bók ef hún höfðar ekki til þín. Sumar bækur eiga ekki erindi fyrr en á ákveðnum stað á lífsleiðinni og þá er ágætt að eiga þær uppi í hillu til að grípa til. Ef einbeiting er vandamál getur verið gagnlegt að finna rólegan stað til að lesa eða nýta sér hljóðbækur. Einfaldasta ráðið til að allt að tvöfalda lestrarhraða er að fylgja línunni með fingri eða penna. Ósjálfráðar augnhreyfingar verða til þess að við marglesum hvert orð en með því að fylgja textanum eftir þá minnkar sú tilhneiging þar til hjálpartæki verður óþarft. Lesfærni er eins og hver annar eiginleiki sem við getum þjálfað og tileinkað okkur. Hvort sem þú lest á morgnana eða kvöldin, þá er lestur sem hluti af daglegri rútínu líklega eitt það allra besta og gagnlegasta sem þú getur tileinkað þér. Heilsubætandi áhrif lesturs: Rannsóknir hafa sýnt að reglulegur lestur getur seinkað hrörnun heilans og dregið úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimers. Bóklestur örvar heilastarfsemina, eykur orðaforða og bætir minnið. „Lestur er fyrir hugann það sem æfing er fyrir líkamann,“sagði Joseph Addison (1672-1719). Orð eru til alls fyrst: Í nútímasamfélagi er þekking og þjálfaður hugur verðmætasta auðlindin. Bækur eru frábær uppspretta þekkingar á fjölbreyttum sviðum, sem stuðlar beint að persónulegum vexti og símenntun. Með hverri bók sem við lesum bætum við þekkingu okkar og skilning á heiminum. Þetta gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir, vera skapandi og tengjast öðrum á dýpri hátt. „Bókvitið verður í askana látið!“ Látum þessi orð vera hvatningu til okkar allra. Með því að gera lestur að ómissandi hluta af daglegu lífi okkar getum við orðið vitrari, meðvitaðri og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir lífsins og grípa þau tækifæri sem það færir okkur. Enginn getur stöðvað okkur nema við sjálf. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun