Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar 25. október 2025 10:30 Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun