„Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar 26. október 2025 08:30 Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. október birtist grein í Läkartidningen, sænska læknablaðinu, eftir Leif Elinder, barnalækni á eftirlaunum. Hér á eftir fylgir samantekt á efni greinarinnar, sem er mikilvægt og áhrifamikið innlegg í umræðuna um dánaraðstoð. Elinder fangar í fáum en vel völdum orðum kjarnann í því sem málið snýst um: „Að lina þjáningar er kjarninn í læknislistinni. Að neyða fólk til að þrauka hið óbærilega er hið gagnstæða.“ Greinin var skrifuð í kjölfar umfjöllunar Läkartidningen um bókina Dödshjälp. Perspektiv och begrepp eftir Gunillu Silfverberg þar sem kallað var eftir opnari og kjarkmeiri umræðu. Elinder tekur undir þá áskorun og segir að Svíþjóð þurfi að setja skýr lög sem heimila dánaraðstoð við strangar og vel skilgreindar aðstæður. Hann bendir á að þetta sé ekki fræðileg spurning heldur áþreifanlegur raunveruleiki fyrir fólk sem þjáist á lokaskeiði lífsins. „Þar má nefna einstaklinga með MND, sem vita að líkaminn mun smám saman verða að fangelsi, eða krabbameinssjúka sem þrátt fyrir bestu líknarmeðferð búa við óbærilegar kvalir. Fyrir þetta fólk nægir ekki alltaf að draga úr sársauka – það þarf að fá réttinn til að ákveða sjálft hvenær nóg sé komið.“ Gagnrýnendur dánaraðstoðar tala gjarnan um að heimild til dánaraðstoðar gæti smám saman leitt til víðtækari notkunar eða misnotkunar. Elinder bendir á að það sé nú þegar til staðar mikill ójöfnuður þrátt fyrir að ekki sé búið að lögleiða dánaraðstoð. „Sá sem hefur efni á því getur ferðast til Sviss og fengið dánaraðstoð, en hinn, sem ekki hefur fjárráð, er skilinn eftir einn til að þola sínar eigin lífslokakvalir.“ Hann minnir á að Svíþjóð sé langt á eftir öðrum löndum. Belgía, Holland, Kanada, Sviss og sum ríki Bandaríkjanna hafa þegar lögfest rétt sjúklinga til að deyja með reisn. Það sé óskiljanlegt að sænskir sjúklingar skuli ekki njóta sömu réttinda. „Við læknar berum ábyrgð á að tala skýrt. Það er ekki í samræmi við mannlega reisn að skilja fólk eftir án valkosta. Líknarmeðferð er nauðsynleg, en hún er ekki alltaf nægileg. Að veita fólki tækifæri til að ljúka lífi sínu við vandlega stýrðar og öruggar aðstæður er ekki uppgjöf heldur viðurkenning á sjálfræði og mannlegri reisn sjúklingsins.“ Að lokum spyr Elinder einfaldrar en afgerandi spurningar: „Ætlum við að leyfa sjúklingum okkar að deyja á þann hátt sem endurspeglar vilja þeirra og reisn – eða ætlum við að halda áfram að loka augunum fyrir þjáningu þeirra? Nú er kominn tími til að sýna hugrekki og ábyrgð.“ Orð Leifs Elinder minna á að umræðan um dánaraðstoð snýst ekki fyrst og fremst um dauðann, heldur um lífið – um réttinn til að lifa og deyja með reisn, í samræmi við eigin gildi og vilja. Staðan á Íslandi er auðvitað sú sama og í Svíþjóð og við tökum undir með Leif Elinder að tími sé kominn til að ræða dánaraðstoð af hreinskilni og hugrekki. Að útiloka dánaraðstoð er ekki hlutleysi heldur ákvörðun um að láta fólk án valkosta. Ef við viljum virða sjálfræði, mannúð og reisn þurfum við að bjóða upp á þann möguleika sem önnur framsækin samfélög hafa þegar samþykkt – að leyfa fólki að deyja með reisn. Ingrid Kuhlman þýddi greinina. Hún er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar