Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar 24. október 2025 11:32 Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Hvalfjarðarsveit Efnahagsmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun