Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar 25. október 2025 18:00 Það er ekki tilviljun að 3.400 sumarhús eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi. Við sumarhúsafólk komum ekki bara úr bænum og yfirtókum landið. Bændur í hreppnum seldu okkur landið og hreppurinn skipulagði þessar lóðir. Bændur fengu greitt fyrir landið og hreppurinn innheimtir alls konar gjöld af okkur á hverju ári. Samt koma þessir sömu bændur, sem stýra hreppnum, fram við okkur eins og aðskotadýr og afætur. „Við“ og „þið“ er viðhorfið. „Við“ sem búum í hreppnum, eigum og ráðum, og „þið“ sem standið undir kostnaðinum. Samtal Við sumarhúsaeigendur erum orðin þreytt á þessu viðhorfi. Við erum ekki „vandamál“, við erum hluti af samfélaginu í hreppnum – og við viljum fá að hafa rödd. Við viljum að það sé tekið tillit til hagsmuna okkar og að þær ákvarðanir sveitarstjórnarinnar sem varða okkur beint séu í það minnsta bornar undir okkur. Helst viljum við fá umboðsmann sumarhúsaeigenda inn í sveitarstjórn. Mismunun Hægt er að nefna mörg dæmi um þetta „við“ og „þið“ viðhorf sveitarstjórnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa ríflega þrefalt ódýrara í sund fyrir þá sem ættu lögheimili í hreppnum. Sú mismunun var kærð árið 2023 og í framhaldinu dregin til baka. Ljósleiðari var lagður heim á öll lögbýli í hreppnum, ábúendum að kostnaðarlausu, en sumarhúsaeigendur gátu fengið að tengjast ljósleiðaranum fyrir háar fjárhæðir. Nýjasta dæmið um mismunun fasteignaeigenda í hreppnum er tíðni á losun rotþróa. Rotþrær hafa árum saman verið losaðar á þriggja ára fresti, en skv. leiðbeiningum bæði frá Umhverfis- og orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands ber að tæma rotþrær við sumarhús á tveggja til þriggja ára fresti, oftar ef notkunin er allt árið. Sveitarstjórnin ákvað að breyta þessu og tæma rotþrær hjá sumarhúsum hér eftir á fimm ára fresti. Rotþrær á lögbýlum eru hins vegar áfram tæmdar á þriggja ára fresti. Um leið og þessi ákvörðun var tekin var ákveðið að hækka gjaldið fyrir losun við sumarhús um 50%. Fyrir marga sumarhúsaeigendur þýðir þetta aukalosun fyrir 150 þús. kr. á milli skipulagðra losana. Fasteignagjöld En sumarhúsaeigendur eru ekki bara þreyttir á þessari mismunun. Við erum þreytt á að fá ekki þá þjónustu sem við greiðum fyrir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru einhver hæstu fasteignagjöld á landinu, notuð til að niðurgreiða næstlægstu útsvarsprósentu á landinu. Sumarhúsaeigendur standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar? Grenndarstöðvar Grenndarstöðvar fyrir sorplosun eru of fáar, gámar eru of fáir, þeir eru tæmdir of sjaldan og svæðin eru sóðaleg. Þegar fólk er svo búið að taka á sig krók á heimleið á sunnudegi, kemur að yfirfullum gámum, verður pirrað og skilur ruslið eftir við gáminn, er það yfirleitt viðbragð sveitarstjórnarinnar að loka grenndarstöðinni „af því þið gangið svo illa um“. Gámastöð Annað tengt mál er opnunartími Gámastöðvarinnar við Seyðishóla. Á veturna er hún opin þrjá daga vikunnar í tvo tíma á dag. Á sumrin er hún opin fjóra daga vikunnar í þrjá tíma á dag, fyrir utan laugardaga þegar hún er opin í sex tíma. Gámastöðin er hins vegar lokuð á sunnudögum allan ársins hring. Hvenær er líklegast að sumarhúsaeigendur þurfi að losa sig við rusl? Göngu- og hjólastígar Síðast en ekki síst. Fólk fjárfestir í sumarhúsi úti í sveit af því það vill komast út í náttúruna. Flest okkar vilja t.d. gjarnan stunda einhverja útivist, ganga, skokka eða hjóla. En það getur reynst þrautin þyngri og jafnvel lífshættulegt. Ég hef t.d. aldrei verið hræddari um líf mitt heldur en þegar ég ákvað að hjóla frá sumarbústaðnum mínum niður í Þrastarlund til að fá mér pítsu. Þó ég hafi stokkið ein út úr flugvél í fallhlíf var það ekki nálægt því jafn skelfilegt og að hjóla eftir Þingvallavegi og Biskupstungnabraut, á örmjóum vegi með engri vegöxl innan um flutningabíla á 100 km. hraða sem hvorki slógu af né viku um hársbreidd. Hvar eru göngustígarnir? Hvar er skipulagið? Það er ekki nóg að selja endalausar sumarhúsalóðir, það þarf að skipuleggja göngu- og hjólastíga. Slíka stíga er hvorki að finna inni í sumarhúsahverfunum né meðfram hraðbrautum hreppsins. Höfundur er sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er ekki tilviljun að 3.400 sumarhús eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi. Við sumarhúsafólk komum ekki bara úr bænum og yfirtókum landið. Bændur í hreppnum seldu okkur landið og hreppurinn skipulagði þessar lóðir. Bændur fengu greitt fyrir landið og hreppurinn innheimtir alls konar gjöld af okkur á hverju ári. Samt koma þessir sömu bændur, sem stýra hreppnum, fram við okkur eins og aðskotadýr og afætur. „Við“ og „þið“ er viðhorfið. „Við“ sem búum í hreppnum, eigum og ráðum, og „þið“ sem standið undir kostnaðinum. Samtal Við sumarhúsaeigendur erum orðin þreytt á þessu viðhorfi. Við erum ekki „vandamál“, við erum hluti af samfélaginu í hreppnum – og við viljum fá að hafa rödd. Við viljum að það sé tekið tillit til hagsmuna okkar og að þær ákvarðanir sveitarstjórnarinnar sem varða okkur beint séu í það minnsta bornar undir okkur. Helst viljum við fá umboðsmann sumarhúsaeigenda inn í sveitarstjórn. Mismunun Hægt er að nefna mörg dæmi um þetta „við“ og „þið“ viðhorf sveitarstjórnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa ríflega þrefalt ódýrara í sund fyrir þá sem ættu lögheimili í hreppnum. Sú mismunun var kærð árið 2023 og í framhaldinu dregin til baka. Ljósleiðari var lagður heim á öll lögbýli í hreppnum, ábúendum að kostnaðarlausu, en sumarhúsaeigendur gátu fengið að tengjast ljósleiðaranum fyrir háar fjárhæðir. Nýjasta dæmið um mismunun fasteignaeigenda í hreppnum er tíðni á losun rotþróa. Rotþrær hafa árum saman verið losaðar á þriggja ára fresti, en skv. leiðbeiningum bæði frá Umhverfis- og orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands ber að tæma rotþrær við sumarhús á tveggja til þriggja ára fresti, oftar ef notkunin er allt árið. Sveitarstjórnin ákvað að breyta þessu og tæma rotþrær hjá sumarhúsum hér eftir á fimm ára fresti. Rotþrær á lögbýlum eru hins vegar áfram tæmdar á þriggja ára fresti. Um leið og þessi ákvörðun var tekin var ákveðið að hækka gjaldið fyrir losun við sumarhús um 50%. Fyrir marga sumarhúsaeigendur þýðir þetta aukalosun fyrir 150 þús. kr. á milli skipulagðra losana. Fasteignagjöld En sumarhúsaeigendur eru ekki bara þreyttir á þessari mismunun. Við erum þreytt á að fá ekki þá þjónustu sem við greiðum fyrir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru einhver hæstu fasteignagjöld á landinu, notuð til að niðurgreiða næstlægstu útsvarsprósentu á landinu. Sumarhúsaeigendur standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar? Grenndarstöðvar Grenndarstöðvar fyrir sorplosun eru of fáar, gámar eru of fáir, þeir eru tæmdir of sjaldan og svæðin eru sóðaleg. Þegar fólk er svo búið að taka á sig krók á heimleið á sunnudegi, kemur að yfirfullum gámum, verður pirrað og skilur ruslið eftir við gáminn, er það yfirleitt viðbragð sveitarstjórnarinnar að loka grenndarstöðinni „af því þið gangið svo illa um“. Gámastöð Annað tengt mál er opnunartími Gámastöðvarinnar við Seyðishóla. Á veturna er hún opin þrjá daga vikunnar í tvo tíma á dag. Á sumrin er hún opin fjóra daga vikunnar í þrjá tíma á dag, fyrir utan laugardaga þegar hún er opin í sex tíma. Gámastöðin er hins vegar lokuð á sunnudögum allan ársins hring. Hvenær er líklegast að sumarhúsaeigendur þurfi að losa sig við rusl? Göngu- og hjólastígar Síðast en ekki síst. Fólk fjárfestir í sumarhúsi úti í sveit af því það vill komast út í náttúruna. Flest okkar vilja t.d. gjarnan stunda einhverja útivist, ganga, skokka eða hjóla. En það getur reynst þrautin þyngri og jafnvel lífshættulegt. Ég hef t.d. aldrei verið hræddari um líf mitt heldur en þegar ég ákvað að hjóla frá sumarbústaðnum mínum niður í Þrastarlund til að fá mér pítsu. Þó ég hafi stokkið ein út úr flugvél í fallhlíf var það ekki nálægt því jafn skelfilegt og að hjóla eftir Þingvallavegi og Biskupstungnabraut, á örmjóum vegi með engri vegöxl innan um flutningabíla á 100 km. hraða sem hvorki slógu af né viku um hársbreidd. Hvar eru göngustígarnir? Hvar er skipulagið? Það er ekki nóg að selja endalausar sumarhúsalóðir, það þarf að skipuleggja göngu- og hjólastíga. Slíka stíga er hvorki að finna inni í sumarhúsahverfunum né meðfram hraðbrautum hreppsins. Höfundur er sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun