Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 18:24 Um 250.000 manns sem áttu miða á innsetningarathöfnina sitja nú eftir með sárt ennið. AP Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira