Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 13:37 Flugvél framboðs Trumps í Nuuk. AP/Emil Stach Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. Hún sagði ummæli Trumps þar sem hann neitaði að útiloka það að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi vera sérstaklega hættuleg og að þau gætu valdið gífurlegum skaða á námuvinnslu í Grænlandi, þar sem fjárfestum væri sérstaklega illa Þetta segir ráðherrann í samtali við Financial Times (áskriftarvefur) og en annar heimildarmaður miðilsins segir að forsvarsmenn námufélaga sem hefðu starfsemi á Grænlandi til skoðunar hefðu farið fram á vilyrði fyrir því að leyfi þeirra til námuvinnslu yrðu ekki felld úr gildi, verði Grænland hernumið af Bandaríkjunum. Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Nathanielsen segist ekki telja að Trump ætli sér að gera innrás í Grænland. Þess í stað heyri hún hann segja að nýta eigi náttúruauðlindir Grænlands. „Þar erum við alfarið sammála honum,“ segir hún. Nathanielsen segir einnig að hún telji forsvarsmenn námufélaga í Grænlandi ekki áhyggjufulla. Þess í stað séu þeir ráðvilltir. „Allir eru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að sjá hver raunveruleg skilaboðin eru? Hvar endar þetta allt saman?“ Segir skort á fjárfestingu í námuvinnslu Hún segir að yfirráð Kínverja á sviði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu nútímatækja eins og síma, skjáa og sömuleiðis hergagna, séu orðin öllum ljós. Ráðamenn á Vesturlöndum hafi áttað sig á þörfinni á því að finna fleiri leiðir til að verða sér út um þessa málma. Þetta hefur þó ekki skilað sér í auknum fjárfestingum sem þarf til að finna þessa málma og sækja þá í jörðu. Það sagði Nathanielsen vera mikil mistök hjá ráðamönnum á Vesturlöndum. „Ég held að allir séu sofandi og þeir þurfa að vakna.“ Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi, þó meira af þeim finnist iðulega í tilteknu bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Vilja fleiri námur Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Í frétt FT segir að mörg stór námufélög hafi fengið starfsleyfi á Grænlandi en engin umfangsmikil námuvinnsla sé komin í gang og það hafi valdið embættismönnum vonbrigðum. Þá segir miðillinn að hik forsvarsmanna þessara félaga megi að miklu leyti rekja til fjarlægðar Grænlands, skorts á innviðum eins og vegum og þess hve erfitt sé að stunda námuvinnslu allan ársins hring. Grænland Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Hún sagði ummæli Trumps þar sem hann neitaði að útiloka það að beita hervaldi til að ná yfirráðum á Grænlandi vera sérstaklega hættuleg og að þau gætu valdið gífurlegum skaða á námuvinnslu í Grænlandi, þar sem fjárfestum væri sérstaklega illa Þetta segir ráðherrann í samtali við Financial Times (áskriftarvefur) og en annar heimildarmaður miðilsins segir að forsvarsmenn námufélaga sem hefðu starfsemi á Grænlandi til skoðunar hefðu farið fram á vilyrði fyrir því að leyfi þeirra til námuvinnslu yrðu ekki felld úr gildi, verði Grænland hernumið af Bandaríkjunum. Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Nathanielsen segist ekki telja að Trump ætli sér að gera innrás í Grænland. Þess í stað heyri hún hann segja að nýta eigi náttúruauðlindir Grænlands. „Þar erum við alfarið sammála honum,“ segir hún. Nathanielsen segir einnig að hún telji forsvarsmenn námufélaga í Grænlandi ekki áhyggjufulla. Þess í stað séu þeir ráðvilltir. „Allir eru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að sjá hver raunveruleg skilaboðin eru? Hvar endar þetta allt saman?“ Segir skort á fjárfestingu í námuvinnslu Hún segir að yfirráð Kínverja á sviði sjaldgæfra málma, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu nútímatækja eins og síma, skjáa og sömuleiðis hergagna, séu orðin öllum ljós. Ráðamenn á Vesturlöndum hafi áttað sig á þörfinni á því að finna fleiri leiðir til að verða sér út um þessa málma. Þetta hefur þó ekki skilað sér í auknum fjárfestingum sem þarf til að finna þessa málma og sækja þá í jörðu. Það sagði Nathanielsen vera mikil mistök hjá ráðamönnum á Vesturlöndum. „Ég held að allir séu sofandi og þeir þurfa að vakna.“ Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi, þó meira af þeim finnist iðulega í tilteknu bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Vilja fleiri námur Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Í frétt FT segir að mörg stór námufélög hafi fengið starfsleyfi á Grænlandi en engin umfangsmikil námuvinnsla sé komin í gang og það hafi valdið embættismönnum vonbrigðum. Þá segir miðillinn að hik forsvarsmanna þessara félaga megi að miklu leyti rekja til fjarlægðar Grænlands, skorts á innviðum eins og vegum og þess hve erfitt sé að stunda námuvinnslu allan ársins hring.
Grænland Donald Trump Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. 12. janúar 2025 13:39
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44