Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 09:40 Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokksins, reynir nú að tjasla saman ríkisstjórn með flokki sem lýst hefur óbeit á honum. AP/Heinz-Peter Bader Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra. Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra.
Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57
Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31