Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:38 Lögregla hafði í nógu að snúast á árinu. Mynd úr safni. Vísir/Arnar Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Fleiri fréttir Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Sjá meira
Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Fleiri fréttir Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Sjá meira