Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar 19. desember 2024 08:33 Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er þó ekkert í íslenskri löggjöf sem tryggir það að orka úr nýjum virkjunum, né þeim sem fyrir eru, rati til almennings. Því er alls ekki fast í hendi að nýjar virkjanir auki raforkuöryggi almennings. Hvað er þá til ráða? Tillagan að lausn, sem hvarf? Í júní 2022 lagði starfshópur, sem samanstóð af öllum helstu hagaðilum í orkumálum, fram tillögu að reglugerð sem átti að tryggja raforkuöryggi almennings. Tillagan byggði á framboðsskyldu raforkuframleiðenda, þar sem ábyrgðin dreifðist sanngjarnt í hlutfalli við framleiðslu þeirra árið áður. Þessi lausn hefði tryggt að grunnþarfir almennings væru ávallt í forgangi, óháð sveiflum í framboði og eftirspurn. Nánari umfjöllun um þessa tillögu má finna í greininni: Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar, þar sem hún er rakin ítarlega. Þrátt fyrir þessa skýru og sanngjörnu nálgun hefur tillagan horfið í ráðuneytinu án frekari umfjöllunar eða umræðu á Alþingi. Það vekur furðu að tillaga, sem byggð var á víðtækri samvinnu hagaðila, hafi ekki enn hlotið frekari umræðu eða meðferð. Lausnin er til staðar og er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir tveimur árum. Með því að taka málið til skoðunar og fylgja tillögunni eftir gæti raforkuöryggi almennings verið tryggt til framtíðar á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Hlutverk Landsvirkjunar á almennum markaði Landsvirkjun hefur bent á að þeirra hlutdeild af framleiðslu fyrir almenning hafi aukist töluvert frá árinu 2021 og sé nú komin yfir 50% og látið í ljósi liggja að það sé óeðlileg hækkun. Það sem kemur ekki fram, er að sú aukning helgast að hluta til af því að hlutdeild fyrirtækisins var í sögulegu lágmarki árið 2021. Eins og sést á grafinu[1] þá hefur hlutdeild Landsvirkjunar verið milli 50% og 60% fram til ársins 2020. Á Covid-árunum, 2020 og 2021, var raforkumarkaður á Íslandi ekki í eðlilegu ástandi frekar en aðrir heimsmarkaðir, þannig þýðir aukning frá 2021 ekki endilega að aukning umfram eðlilegt ástand hafi átt sér stað. Ekki sátt um hver eigi að bera ábyrgð Flest, ef ekki öll, fyrirtæki á raforkumarkaði eru sammála um að tryggja þurfi framboð á raforku til almennings og að vænlegasta leiðin sé að leggja á einhvers konar framboðsskyldu á raforkuframleiðendur. Það eru þó ekki öll fyrirtækin sammála um hvernig sú skylda eða ábyrgð skuli ákvörðuð. Orka náttúrunnar telur að lausnin sem starfshópurinn lagði til sumarið 2022 sé best til þess fallin að leysa málið, sé hægt að finna henni lagalega stoð. Samkeppniseftirlitið hefur einnig tekið undir þau sjónarmið með umsögn sinni fyrir rétt rúmu ári síðan[2]. Sú lausn tryggir bæði að allar núverandi virkjanir taki þátt í þessari skyldu ásamt því að tryggja aðkomu nýrra virkjana. Með þessari lausn ber öllum raforkuframleiðendum að huga að almenningi í öllum sínum viðskiptum. Einnig að þeim beri, að sama skapi, að haga sínum samningum við aðra þannig að raforkuframleiðendur geti staðið vörð um raforkuþörf almennings þegar þörf er á. Aðrar leiðir til að ákvarða framboðsskyldu hafa ýmsa vankanta. Ein slík leið, sem hefur komið fram, felst í að taka ákveðna punktstöðu, þ.e. horfa til núverandi markaðshlutdeildar fyrirtækja fyrir þennan markað. Þá myndi t.d. Landsvirkjun, sem framleiðir um 73% af raforku landsins, aðeins þurfa að sinna 40-55% af raforkuþörf almennings; Orka náttúrunnar, sem framleiðir um 17%, að sinna 20-30%; og HS Orka, sem framleiðir um 7%, að sinna 5-15%. Slíkt fyrirkomulag tryggir hvorki þátttöku nýrra framleiðenda í þessari ábyrgð né hvetur til aukinnar áherslu á almenning. Þvert á móti gæti sú lausn leitt til þess að framleiðendur forðist að sinna þessum markaði, af ótta við að missa stjórn á hluta framleiðslu sinnar til framtíðar. Af hverju finnst einhverjum það eðlilegra að skipta framboðsskyldu til almennings frá núverandi markaðshlutdeild? Einfalda svarið er að einhverjir raforkuframleiðendur geta mögulega ekki staðið við sína skyldu ef hún færi eftir framleiðsluhlutfalli. Það væri þá líklega vegna þess að búið er að selja orku sem myndi falla undir skylduna í aðra langtímasamninga. Við skulum þó ekki taka upp fyrirkomulag sem leggur skyldur á önnur fyrirtæki með ósanngjarnri skiptingu bara vegna þessa. Hvernig er hægt að leysa hnútinn? Til að mynda væri hægt að vera með einhvers konar aðlögunartímabil þar sem raforkuframleiðendur fengju tól til að tryggja sinn hlut án þess að það væri mjög kostnaðarsamt, hér væri t.d. hægt að gera framboðsskylduna framseljanlega. Þannig gætu raforkuframleiðendur samið við aðra framleiðendur um að taka á sig hluta af sínum skyldum tímabundið og í fösum. Þetta myndi tryggja það að almenningur byggi við raforkuöryggi nú og til framtíðar. Önnur leið væri að „orkufyrirtæki þjóðarinnar“ myndi fá tækifæri til að standa undir þeim titli og þannig verði Landsvirkjun gert að tryggja alla raforku fyrir þjóðina. Landsvirkjun býr yfir nánast allri sveigjanlegri framleiðslu á landinu sem þarf einmitt töluvert af, til að mæta sveiflum í raforkunotkun almennings. Það er löngu kominn tími til að grípa til aðgerða. Raforkuöryggi almennings er ekki bara skynsamlegt - það er nauðsynlegt. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar [1] Graf fengið með því að sameina upplýsingar frá: a) greinaskrifum Landsvirkjunar síðastliðin ár; b) nýjustu útgáfu raforkuvísa Orkustofnunar, sem sýnir framleiðsluhlutdeild allra raforkuframleiðenda til almennings, heildsölu og flutningstapa aftur til 2018; c) skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Öryggi á almennum markaði með rafmagn. [2] Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til breytinga á raforkulögum (forgangsraforka) 11.12.2023: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1153.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er þó ekkert í íslenskri löggjöf sem tryggir það að orka úr nýjum virkjunum, né þeim sem fyrir eru, rati til almennings. Því er alls ekki fast í hendi að nýjar virkjanir auki raforkuöryggi almennings. Hvað er þá til ráða? Tillagan að lausn, sem hvarf? Í júní 2022 lagði starfshópur, sem samanstóð af öllum helstu hagaðilum í orkumálum, fram tillögu að reglugerð sem átti að tryggja raforkuöryggi almennings. Tillagan byggði á framboðsskyldu raforkuframleiðenda, þar sem ábyrgðin dreifðist sanngjarnt í hlutfalli við framleiðslu þeirra árið áður. Þessi lausn hefði tryggt að grunnþarfir almennings væru ávallt í forgangi, óháð sveiflum í framboði og eftirspurn. Nánari umfjöllun um þessa tillögu má finna í greininni: Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar, þar sem hún er rakin ítarlega. Þrátt fyrir þessa skýru og sanngjörnu nálgun hefur tillagan horfið í ráðuneytinu án frekari umfjöllunar eða umræðu á Alþingi. Það vekur furðu að tillaga, sem byggð var á víðtækri samvinnu hagaðila, hafi ekki enn hlotið frekari umræðu eða meðferð. Lausnin er til staðar og er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir tveimur árum. Með því að taka málið til skoðunar og fylgja tillögunni eftir gæti raforkuöryggi almennings verið tryggt til framtíðar á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Hlutverk Landsvirkjunar á almennum markaði Landsvirkjun hefur bent á að þeirra hlutdeild af framleiðslu fyrir almenning hafi aukist töluvert frá árinu 2021 og sé nú komin yfir 50% og látið í ljósi liggja að það sé óeðlileg hækkun. Það sem kemur ekki fram, er að sú aukning helgast að hluta til af því að hlutdeild fyrirtækisins var í sögulegu lágmarki árið 2021. Eins og sést á grafinu[1] þá hefur hlutdeild Landsvirkjunar verið milli 50% og 60% fram til ársins 2020. Á Covid-árunum, 2020 og 2021, var raforkumarkaður á Íslandi ekki í eðlilegu ástandi frekar en aðrir heimsmarkaðir, þannig þýðir aukning frá 2021 ekki endilega að aukning umfram eðlilegt ástand hafi átt sér stað. Ekki sátt um hver eigi að bera ábyrgð Flest, ef ekki öll, fyrirtæki á raforkumarkaði eru sammála um að tryggja þurfi framboð á raforku til almennings og að vænlegasta leiðin sé að leggja á einhvers konar framboðsskyldu á raforkuframleiðendur. Það eru þó ekki öll fyrirtækin sammála um hvernig sú skylda eða ábyrgð skuli ákvörðuð. Orka náttúrunnar telur að lausnin sem starfshópurinn lagði til sumarið 2022 sé best til þess fallin að leysa málið, sé hægt að finna henni lagalega stoð. Samkeppniseftirlitið hefur einnig tekið undir þau sjónarmið með umsögn sinni fyrir rétt rúmu ári síðan[2]. Sú lausn tryggir bæði að allar núverandi virkjanir taki þátt í þessari skyldu ásamt því að tryggja aðkomu nýrra virkjana. Með þessari lausn ber öllum raforkuframleiðendum að huga að almenningi í öllum sínum viðskiptum. Einnig að þeim beri, að sama skapi, að haga sínum samningum við aðra þannig að raforkuframleiðendur geti staðið vörð um raforkuþörf almennings þegar þörf er á. Aðrar leiðir til að ákvarða framboðsskyldu hafa ýmsa vankanta. Ein slík leið, sem hefur komið fram, felst í að taka ákveðna punktstöðu, þ.e. horfa til núverandi markaðshlutdeildar fyrirtækja fyrir þennan markað. Þá myndi t.d. Landsvirkjun, sem framleiðir um 73% af raforku landsins, aðeins þurfa að sinna 40-55% af raforkuþörf almennings; Orka náttúrunnar, sem framleiðir um 17%, að sinna 20-30%; og HS Orka, sem framleiðir um 7%, að sinna 5-15%. Slíkt fyrirkomulag tryggir hvorki þátttöku nýrra framleiðenda í þessari ábyrgð né hvetur til aukinnar áherslu á almenning. Þvert á móti gæti sú lausn leitt til þess að framleiðendur forðist að sinna þessum markaði, af ótta við að missa stjórn á hluta framleiðslu sinnar til framtíðar. Af hverju finnst einhverjum það eðlilegra að skipta framboðsskyldu til almennings frá núverandi markaðshlutdeild? Einfalda svarið er að einhverjir raforkuframleiðendur geta mögulega ekki staðið við sína skyldu ef hún færi eftir framleiðsluhlutfalli. Það væri þá líklega vegna þess að búið er að selja orku sem myndi falla undir skylduna í aðra langtímasamninga. Við skulum þó ekki taka upp fyrirkomulag sem leggur skyldur á önnur fyrirtæki með ósanngjarnri skiptingu bara vegna þessa. Hvernig er hægt að leysa hnútinn? Til að mynda væri hægt að vera með einhvers konar aðlögunartímabil þar sem raforkuframleiðendur fengju tól til að tryggja sinn hlut án þess að það væri mjög kostnaðarsamt, hér væri t.d. hægt að gera framboðsskylduna framseljanlega. Þannig gætu raforkuframleiðendur samið við aðra framleiðendur um að taka á sig hluta af sínum skyldum tímabundið og í fösum. Þetta myndi tryggja það að almenningur byggi við raforkuöryggi nú og til framtíðar. Önnur leið væri að „orkufyrirtæki þjóðarinnar“ myndi fá tækifæri til að standa undir þeim titli og þannig verði Landsvirkjun gert að tryggja alla raforku fyrir þjóðina. Landsvirkjun býr yfir nánast allri sveigjanlegri framleiðslu á landinu sem þarf einmitt töluvert af, til að mæta sveiflum í raforkunotkun almennings. Það er löngu kominn tími til að grípa til aðgerða. Raforkuöryggi almennings er ekki bara skynsamlegt - það er nauðsynlegt. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar [1] Graf fengið með því að sameina upplýsingar frá: a) greinaskrifum Landsvirkjunar síðastliðin ár; b) nýjustu útgáfu raforkuvísa Orkustofnunar, sem sýnir framleiðsluhlutdeild allra raforkuframleiðenda til almennings, heildsölu og flutningstapa aftur til 2018; c) skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Öryggi á almennum markaði með rafmagn. [2] Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til breytinga á raforkulögum (forgangsraforka) 11.12.2023: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1153.pdf
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun