Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar 7. október 2025 16:03 „Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun