Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar 7. október 2025 16:03 „Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar