Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 14:59 Ari Hermóður Jafetsson var framkvæmdastjóri SVFR í fimm ár. SVFR Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“ Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“
Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira