Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 14:59 Ari Hermóður Jafetsson var framkvæmdastjóri SVFR í fimm ár. SVFR Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“ Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“
Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira