„Það falla mörg tár á sunnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 14:31 Þórir Hergeirsson ætlar að láta gott heita sem þjálfari norska landsliðsins á sunnudaginn. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár. Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Noregur spilar við Ungverjaland í undanúrslitum EM á morgun, og svo annað hvort um brons- eða gullverðlaun á sunnudaginn, við Frakkland eða Danmörku. Þórir hefur haldið Noregi í hæsta gæðaflokki allan sinn tíma og liðið unnið tíu stórmót auk fleiri verðlauna, síðast Ólympíuleikana í París í suamr. Þrátt fyrir alla velgengnina hefur Þórir alltaf haft báða fætur á jörðinni og ekki farið fram úr sjálfum sér, en hann var þó tilbúinn að ræða aðeins um það í dag hvernig komandi tímamót ættu eftir að verða. „Á mánudaginn mun ég örugglega finna fyrir miklum tilfinningum. Það mun síast inn hjá manni að þetta sé búið, en þá byrjar eitthvað annað. Ég hlakka til þess,“ sagði Þórir. „En ég mun sakna þessa hóps. Söknuðurinn verður eflaust mestur þegar landsliðið kemur saman og fer á stórmót, svo þá þyrfti ég að fara upp í fjall og finna eitthvað að gera. Eða kannski mæti ég í höllina og styð liðið. Við sjáum til,“ sagði Þórir. Camilla Herrem er reyndasti útileikmaðurinn í liði Noregs á EM.Getty/Henk Seppen Hin 38 ára gamla Camilla Herrem tók undir það að fram undan væri afar tilfinningarík stund, burtséð frá því hvernig fer í leikjunum á morgun og á sunnudag. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hugsa ekki of mikið um þetta. En þegar við förum í leikinn sem við vitum að verður lokaleikurinn, þá verða miklar tilfinningar í gangi. Það er óhjákvæmilegt,“ sagði Herrem og bætti við: „Það falla mörg tár á sunnudaginn. Við verðum að reyna að halda þeim inni þangað til.“ Leikur Noregs og Ungverjalands er klukkan 16:45 á morgun, og leikur Frakklands við Danmörku klukkan 19:30. Bronsleikur EM er svo á sunnudag klukkan 14:15 en sjálfur úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira