Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:30 Nora Mörk hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en verið afar sigursæl með norska landsliðinu, sem einn af lykilmönnum Þóris Hergeirssonar. Getty Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira