Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 15:07 Mótmælendur, sem margir hafa fengið synjun á greiðsluþátttöku, tóku höndum saman í sumar. getty Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“. Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“.
Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira