Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 09:36 Perla Ruth Albertsdóttir fagnar einu marka sinna á EM en hún varð markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu með 21 mark í þremur leikjum. Getty/Henk Seppen Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð. Ísland verður nefnilega í efri styrkleikaflokki þegar dregið verið í umspil um sæti á næsta HM en þar munu 22 þjóðir keppa um ellefu laus sæti á næsta heimsmeistaramóti. Íslensku stelpurnar losna þar með við það að spila við bestu þjóðirnar í Evrópu sem eru í efri styrkleikaflokknum með Íslandi. Þessu náðu stelpurnar okkar með því að tryggja sér sextánda sætið á Evrópumótinu en liðið lauk keppni í gær. Stelpurnar komust ekki í milliriðil en sögulegi sigurinn á Úkraínu vóg þungt þegar upp var staðið. Það eru því auknar líkur á því að íslenska liðinu takist að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025. Það mun koma í ljós sunnudaginn 15. desember næstkomandi hver mótherji íslenska liðsins verður en þá verður dregið í umspilið í Vínarborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á sæti í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki HM. Færeyingar eru í efri flokknum en þeir hreppa síðasta sætið af efstu ellefu. Færeysku stelpurnar enduðu í sautjánda sæti á EM sem var fyrsta stórmót þeirra frá upphafi. Ísland er öruggt með að mæta ekki þeim þjóðum sem komust í milliriðlana á Evrópumótinu. Þær þjóðir sem voru næstar því að komast í efri styrkleikaflokkinn voru Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína og Slóvakía en ein af þeim verður mögulega mótherji íslenska liðsins í vor. Ísrael, Kósóvó, Litháen og Ítalía eru hinar þjóðirnar sem íslenska liðið getur mætt. Íslenska liðið var með á síðasta heimsmeistaramóti í fyrra, þær voru svo með á Evrópumótinu í ár og gæti því farið inn á sitt þriðja stórmót í röð klári stelpurnar þessa mikilvægu umspilsleiki. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ Sjá meira
Ísland verður nefnilega í efri styrkleikaflokki þegar dregið verið í umspil um sæti á næsta HM en þar munu 22 þjóðir keppa um ellefu laus sæti á næsta heimsmeistaramóti. Íslensku stelpurnar losna þar með við það að spila við bestu þjóðirnar í Evrópu sem eru í efri styrkleikaflokknum með Íslandi. Þessu náðu stelpurnar okkar með því að tryggja sér sextánda sætið á Evrópumótinu en liðið lauk keppni í gær. Stelpurnar komust ekki í milliriðil en sögulegi sigurinn á Úkraínu vóg þungt þegar upp var staðið. Það eru því auknar líkur á því að íslenska liðinu takist að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025. Það mun koma í ljós sunnudaginn 15. desember næstkomandi hver mótherji íslenska liðsins verður en þá verður dregið í umspilið í Vínarborg. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á sæti í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki HM. Færeyingar eru í efri flokknum en þeir hreppa síðasta sætið af efstu ellefu. Færeysku stelpurnar enduðu í sautjánda sæti á EM sem var fyrsta stórmót þeirra frá upphafi. Ísland er öruggt með að mæta ekki þeim þjóðum sem komust í milliriðlana á Evrópumótinu. Þær þjóðir sem voru næstar því að komast í efri styrkleikaflokkinn voru Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína og Slóvakía en ein af þeim verður mögulega mótherji íslenska liðsins í vor. Ísrael, Kósóvó, Litháen og Ítalía eru hinar þjóðirnar sem íslenska liðið getur mætt. Íslenska liðið var með á síðasta heimsmeistaramóti í fyrra, þær voru svo með á Evrópumótinu í ár og gæti því farið inn á sitt þriðja stórmót í röð klári stelpurnar þessa mikilvægu umspilsleiki.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ Sjá meira
Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. 3. desember 2024 22:46
„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. 3. desember 2024 22:20
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33