„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:43 Arnar Pétursson gengur stoltur frá EM enda íslenska liðið tekið greinilegum framförum þrátt fyrir skellinn í kvöld. Getty/Marco Wolf Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Sjá meira