Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 12:31 Íslendingar fagna sigrinum frækna á Þjóðverjum á HM 2011. Hrafnhildur Skúladóttir brosir breitt en hún skoraði fimm mörk í leiknum. pjetur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011. Þann 7. desember 2011 vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði Þýskaland að velli, 26-20, í fjórða og næstsíðasta leik sínum í A-riðli á HM í Brasilíu. Tvær í íslenska landsliðshópnum í dag voru í liðinu sem vann Þýskaland fyrir þrettán árum: Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut skoraði fjögur mörk í leiknum og Þórey Rósa þrjú. Þjálfari Íslands á HM 2011 var Ágúst Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Ísland vann óvæntan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á HM 2011, 21-22, en tapaði næstu tveimur leikjum; 24-28 gegn Angóla og 27-14 fyrir Noregi. Liðið var því með tvö stig líkt og Þýskaland fyrir leik liðanna í Santos. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið framan af leik enda lenti það sjö mörkum undir, 4-11, eftir sautján mínútur. Íslendingar héldu þó ró sinni og unnu sig aftur inn í leikinn. Þeir skoruðu níu af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eftir hann, 13-12. Seinni hálfleikurinn var lengst af spennandi og þegar þrettán mínútur voru eftir komst Þýskaland yfir, 17-18. En Karen Knútsdóttir skoraði næstu fjögur mörk Íslands af vítalínunni og kom liðinu aftur í bílstjórasætið. Íslendingar lönduðu á endanum sex marka sigri, 26-20. Vörnin var frábær en síðustu 43 mínútur leiksins skoruðu Þjóðverjar aðeins níu mörk. Á meðan gerðu Íslendingar 22. „Maður gefst aldrei upp og heldur alltaf áfram. Við fórnuðum okkur í þetta og náðum þessu góðum vörnum sem skiluðu okkur hraðaupphlaupum. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti stórleik í íslensku vörninni ásamt Stellu Sigurðardóttur. Þá reyndust markverðirnir Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir mikilvægar og vörðu samtals tólf skot. Karen fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk, flest allra á vellinum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. „Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu,“ sagði Ágúst sigurreifur í leikslok. Hans beið mikil þrekraun eftir leikinn því hann hafði lofað íslensku leikmönnunum að hlaupa upp allar tuttugu hæðirnar á liðshóteli ef sigur myndi vinnast. Íslendingar tryggðu sér svo sæti í sextán liða úrslitum HM með því að vinna Kínverja í lokaleik sínum, 16-23. Ásamt Íslandi komust Noregur, Angóla og Svartfjallaland upp úr A-riðli en Þýskaland sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa unnið Noreg í fyrsta leik sínum á mótinu. Í sextán liða úrslitunum mættu Íslendingar ógnarsterkum Rússum. Íslenska liðið stóð í því rússneska í fyrri hálfleik og munurinn að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 15-12. En í seinni hálfleik gáfu Rússar í og unnu á endanum ellefu marka sigur, 30-19. Íslendingar þurftu að bíða í tólf ár eftir því að spila næst á HM. Fyrir ári var Ísland hársbreidd frá því að komast í milliriðla á HM 2023 en tryggði sér Forsetabikarinn með því að vinna síðustu fjóra leiki sína á mótinu. Núna, ári seinna, er íslenska liðið aftur í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti í milliriðli, að þessu sinni á EM. Og væri ekki upplagt að endurtaka leik gömlu hetjanna frá því í Brasilíu 2011? EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Þann 7. desember 2011 vann íslenska kvennalandsliðið í handbolta einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði Þýskaland að velli, 26-20, í fjórða og næstsíðasta leik sínum í A-riðli á HM í Brasilíu. Tvær í íslenska landsliðshópnum í dag voru í liðinu sem vann Þýskaland fyrir þrettán árum: Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut skoraði fjögur mörk í leiknum og Þórey Rósa þrjú. Þjálfari Íslands á HM 2011 var Ágúst Jóhannsson, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Ísland vann óvæntan sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á HM 2011, 21-22, en tapaði næstu tveimur leikjum; 24-28 gegn Angóla og 27-14 fyrir Noregi. Liðið var því með tvö stig líkt og Þýskaland fyrir leik liðanna í Santos. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið framan af leik enda lenti það sjö mörkum undir, 4-11, eftir sautján mínútur. Íslendingar héldu þó ró sinni og unnu sig aftur inn í leikinn. Þeir skoruðu níu af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eftir hann, 13-12. Seinni hálfleikurinn var lengst af spennandi og þegar þrettán mínútur voru eftir komst Þýskaland yfir, 17-18. En Karen Knútsdóttir skoraði næstu fjögur mörk Íslands af vítalínunni og kom liðinu aftur í bílstjórasætið. Íslendingar lönduðu á endanum sex marka sigri, 26-20. Vörnin var frábær en síðustu 43 mínútur leiksins skoruðu Þjóðverjar aðeins níu mörk. Á meðan gerðu Íslendingar 22. „Maður gefst aldrei upp og heldur alltaf áfram. Við fórnuðum okkur í þetta og náðum þessu góðum vörnum sem skiluðu okkur hraðaupphlaupum. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem átti stórleik í íslensku vörninni ásamt Stellu Sigurðardóttur. Þá reyndust markverðirnir Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir mikilvægar og vörðu samtals tólf skot. Karen fór mikinn í leiknum og skoraði níu mörk, flest allra á vellinum. Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. „Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu,“ sagði Ágúst sigurreifur í leikslok. Hans beið mikil þrekraun eftir leikinn því hann hafði lofað íslensku leikmönnunum að hlaupa upp allar tuttugu hæðirnar á liðshóteli ef sigur myndi vinnast. Íslendingar tryggðu sér svo sæti í sextán liða úrslitum HM með því að vinna Kínverja í lokaleik sínum, 16-23. Ásamt Íslandi komust Noregur, Angóla og Svartfjallaland upp úr A-riðli en Þýskaland sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa unnið Noreg í fyrsta leik sínum á mótinu. Í sextán liða úrslitunum mættu Íslendingar ógnarsterkum Rússum. Íslenska liðið stóð í því rússneska í fyrri hálfleik og munurinn að honum loknum var aðeins þrjú mörk, 15-12. En í seinni hálfleik gáfu Rússar í og unnu á endanum ellefu marka sigur, 30-19. Íslendingar þurftu að bíða í tólf ár eftir því að spila næst á HM. Fyrir ári var Ísland hársbreidd frá því að komast í milliriðla á HM 2023 en tryggði sér Forsetabikarinn með því að vinna síðustu fjóra leiki sína á mótinu. Núna, ári seinna, er íslenska liðið aftur í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti í milliriðli, að þessu sinni á EM. Og væri ekki upplagt að endurtaka leik gömlu hetjanna frá því í Brasilíu 2011?
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti