„Við sjáum möguleika þarna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 16:31 Sunna Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins. Vísir/Diego „Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni. Íslenska liðið hefur bætt sig töluvert frá heimsmeistaramótinu í fyrra og hefur sýnt það á vellinum gegn bæði Hollandi og Úkraínu. „Í mörgum þáttum hefur verið mikil bæting. Breiddin í liðinu er alltaf að aukast. Við höfum unnið vel í okkar málum. Umgjörðin í kringum landsliðið er frábært, hvað varðar allt saman. Það eru allar forsendur fyrir því að við séum að bæta okkur. Það er bara áfram veginn,“ segir Sunna. „Við erum með reynslu frá stórmóti og nokkuð svipaður hópur. Við vissum þá núna hvað við værum að fara út í. Það er meiri ró yfir okkur. Það sem við erum búnar að setja upp, dagsplanið, er að virka. Við sáum það í fyrra. Við vorum ekkert að breyta því og erum rólegri yfir þessu öllu saman,“ bætir hún við. Fram undan er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um sæti í milliriðli. „Það er frábært að hafa tækifæri í því, að fara í úrslitaleik við Þjóðverja, sterka þjóð. Við sjáum alveg möguleika. Við erum ótrúlega spenntar að vera í þessum möguleika og hefðum ekki getað lagt þetta upp öðruvísi,“ Klippa: Spennandi að takast á við Þjóðverja „Mjög sterkar. Með atvinnumenn í öllum stöðum og þjóð sem hefur verið á öllum stórmótum og fer alltaf áfram. En við sjáum möguleika þarna og ætlum að reyna að nýta okkur þá,“ segir Sunna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira
Íslenska liðið hefur bætt sig töluvert frá heimsmeistaramótinu í fyrra og hefur sýnt það á vellinum gegn bæði Hollandi og Úkraínu. „Í mörgum þáttum hefur verið mikil bæting. Breiddin í liðinu er alltaf að aukast. Við höfum unnið vel í okkar málum. Umgjörðin í kringum landsliðið er frábært, hvað varðar allt saman. Það eru allar forsendur fyrir því að við séum að bæta okkur. Það er bara áfram veginn,“ segir Sunna. „Við erum með reynslu frá stórmóti og nokkuð svipaður hópur. Við vissum þá núna hvað við værum að fara út í. Það er meiri ró yfir okkur. Það sem við erum búnar að setja upp, dagsplanið, er að virka. Við sáum það í fyrra. Við vorum ekkert að breyta því og erum rólegri yfir þessu öllu saman,“ bætir hún við. Fram undan er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um sæti í milliriðli. „Það er frábært að hafa tækifæri í því, að fara í úrslitaleik við Þjóðverja, sterka þjóð. Við sjáum alveg möguleika. Við erum ótrúlega spenntar að vera í þessum möguleika og hefðum ekki getað lagt þetta upp öðruvísi,“ Klippa: Spennandi að takast á við Þjóðverja „Mjög sterkar. Með atvinnumenn í öllum stöðum og þjóð sem hefur verið á öllum stórmótum og fer alltaf áfram. En við sjáum möguleika þarna og ætlum að reyna að nýta okkur þá,“ segir Sunna. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Sjá meira