Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 09:18 Ljósleiðarinn skemmdist á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi. Vísir/Getty Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38
Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01