Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 09:18 Ljósleiðarinn skemmdist á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi. Vísir/Getty Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38
Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01