Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 09:18 Ljósleiðarinn skemmdist á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi. Vísir/Getty Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Ljósleiðarinn rofnaði síðdegis í gær og viðgerðir héldu áfram í morgun, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra sagði á samfélagmiðlinum X að rannsókn væri hafin í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect. Talsmaður fyrirtækisins segir að ljósleiðarinn hafi skemmst á tveimur stöðum í dreifbýli á milli borgarinnar Espoo skammt vestur af Helsinki og bæjarins Vihti norðvestur af honum. Hann vildi ekki tjá sig um hvað olli skemmdunum að öðru leyti en að rannsókn stæði yfir. Algengasta ástæðan fyrir því að ljósleiðarar færu í sundu væru að gröfur græfu óvart í þá. Skorið var á tvo sæstrengi í Eystrasalti, einn finnskan og annan sænskan, í síðasta mánuði. Talið er að kínverskt fraktskip sem var nýkomið úr rússneskri höfn hafi skorið á strengina. Wall Street Journal hafði eftir sínum heimildarmönnum að grunu léki á að rússneska leyniþjónustan hefði fengið skipstjóra skipsins til verksins. Hrina skemmdarverka í Evrópu undanfarin misseri er talin hluti af svokölluðum óhefðbundnum hernaði rússneskra stjórnvalda gegn vestrænum ríkjum. Viðvarandi truflanir á gervihnattastaðsetningarkerfum hafa verið á hluta Eystrasalts og í Finnlandsflóa en grunur leikur á að þeim sé ætlað að fela ferðir skipa sem sigla til Rússlands í trássi við refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu og verja. Slökkt var á staðsetningarmerki kínverska skipsins sem er talið hafa slitið sæstrengina í Eystrasalti á dögunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Fjarskipti Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38
Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. 30. ágúst 2024 22:01