Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2024 19:33 Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini var kát þegar börnin mættu aftur í leikskólann í morgun. Vísir/Bjarni Grátklökkir foreldrar, kennarar og glöð börn hittust á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík í dag eftir langt verkfall. Leikskólastjórinn segist ekki geta hugsað til þess að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur eftir tvo mánuði ef samningar nást ekki í tæka tíð. Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Á föstudaginn var verkfalli kennara frestað eftir að samkomulag náðist á milli þeirra og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga um tillögu frá Ríkissáttasemjara. Tæpar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir kennara hófust og voru börnin á Drafnarsteini flest ánægð með að mæta aftur í leikskólann í dag. Gleði, kökkur í hálsi og faðmlög „Það var mikil gleði. Það var bara kökkur í hálsi og faðmlög og yndislegt. Miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera mikill rússíbani að standa í þessu og fyrir alla. Þannig að miklar tilfinningar og glöð börn,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini. „Við fullorðna fólkið vorum mikið í faðmlögum og svo auðvitað knús frá krökkunum. Þau eru ómetanleg og við höfum saknað þeirra mikið. Nú er náttúrulega aðventan gengin í garð þannig að þetta var mikil aðventugjöf.“ Börnin voru glöð að koma aftur í leikskólann, starfsfólkið og foreldrarnir ekki síður.Vísir/Einar Þess ber að geta að Halldóra hefur sjálf ekki verið í verkfalli og því verið starfandi síðustu fimm vikurnar. Það hafi verið sérstakt að vera í barnalausum leikskólanum allan þennan tíma. „Ég get ekki hugsað til þess“ Halldóra segir börnin hafa haft frá mörgu að segja eftir fjarveruna. „Það gerist ýmsilegt á fimm vikum. Það er búið að halda mörg afmæli og börn hafa orðið stóru systkini og það er búið að fara í flugvél. Þannig við erum svolítið búin að vera að taka púlsinn á hvað allir hafa verið að gera.“ Einungis er um frestun verkfallsaðgerða að ræða og hefst verkfall á ný ef ekki verður búið að semja fyrir 1. febrúar. Halldóra segir það erfiða tilhugsun að þurfa mögulega að loka leikskólanum aftur. „Ég get ekki hugsað til þess. Það er bara einn dagur í einu. Það verður bara að koma í ljós og ég vona svo sannarlega að samningar náist áður en það verður,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni. 5. nóvember 2024 21:01